Ég átti einu sinni slönguspil. Á þriðja reitnum var hár og reisulegur stigi sem náði að næstsíðasta reitnum. Þar var gott að lenda og gaf fyrirheit um mögulegan sigur í spilinu. Á einum af síðustu reitunum var löng slanga sem glotti illyrmislega. Sá sem var svo óheppinn að lenda á henni hrapaði niður á byrjunarreit. Og þá var ekkert annað að gera en að byrja upp á nýtt. Eða fara í fýlu, blóta þessari ljótu slöngu og hætta að spila.
Í lífinu lendir maður stundum á reit með stiga, misháum sem liggja á mismunandi staði. Og þegar leiðin virðist liggja upp á við, allt í blóma og sigur í augsýn lendir maður á slöngu og þarf að fara marga reiti til baka. Það tefur vissulega leiðina að markmiðinu, en þegar upp er staðið var það kannski bara besta …
Athugasemdir