Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands (VÍ) fyrst kvenna árin 2006-2007. Hún stoppaði ekki lengi hjá VÍ en hún sagði skilið við ráðið til að stofna fjármálafyrirtækið Auður Capital.
Í febrúar 2007, þegar Halla var enn framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, kynnti hún nýja stefnuskrá ráðsins sem bar heitið: „Hvernig verður Ísland best í heimi?“ Þar var útlistað hvernig Viðskiptaráð undir stjórn Höllu myndi vilja að þróunin yrði í íslensku samfélagi.
Heimildin náði tali af Höllu og spurði hana út í núverandi viðhorf hennar til þeirra stefnumála sem hún beitti sér fyrir þá.
Færði sig um set til að vinna að sínum gildum
Halla tekur fram að stór hópur hefði unnið að þessari stefnuskrá. Hún segir einnig að hún hafi aðeins verið framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs í rúmt ár. „Sem er mjög stuttur tími af bæði líftíma Viðskiptaráðs og minni starfsævi.“
Halla segist enn fremur hafa fært sig frá Viðskiptaráði til að stofna …
Athugasemdir (3)