Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ríkisbankinn að kaupa eitt stærsta tryggingafélag landsins

Þrem­ur ár­um eft­ir að Kvika og TM runnu sam­an hef­ur ver­ið til­kynnt um að Lands­bank­inn sé að kaupa trygg­inga­fé­lag­ið á 28,6 millj­arða króna. Við það verð­ur eitt stærsta trygg­inga­fé­lag lands­ins í eigu ís­lenska rík­is­ins.

Ríkisbankinn að kaupa eitt stærsta tryggingafélag landsins
Bankastjóri Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans, sem er í eigu íslenska ríkisins og stærsti banki landsins. Hann mun stækka umtalsvert ef fyrirhuguð kaup á einu stærsta tryggingafélagi landsins ganga eftir.

Kvika banki hefur tekið tilboði Landsbankans, sem er í eigu íslenska ríkisins, í allt hlutafé TM trygginga hf., eins af fjórum stórum tryggingafélögum landsins. Landsbankinn greiðir 28,6 milljarða króna samkvæmt tilboðinu fyrir og fer greiðslan fram með reiðufé. Það 1,8 milljarði króna yfir bókfærðu virði TM í bókum Kviku í lok síðasta árs. 

Endanlegt kaupverð mun þó verða aðlagað að efnislegu eigin fé TM í upphafi árs 2024 til afhendingardags. Samkvæmt rekstrarspá á hagnaður tryggingafélagsins að verða rúmlega þrír milljarðar króna í ár. 

Næstu skref eru að ljúka endanlegri áreiðanleikakönnun og undirrita kaupsamning milli bankanna um kaup og sölu 100 prósent hlutafjár TM eins fljótt og auðið er, með hefðbundnum fyrirvörum, svo sem samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins.

Gerir Landsbankann verðmætari 

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir í tilkynningu að með því að bæta tryggingarekstri við starfsemi bankans geti hann boðið viðskiptavinum sínum enn betri og fjölbreyttari þjónustu. „Kaup á TM er góð fjárfesting sem styrkir rekstur bankans og gerir hann verðmætari til framtíðar, enda er TM traust tryggingafélag með gott og reynslumikið starfsfólk."

 Helga Björk Eiríksdóttir, sem er að fara að hætta sem formaður bankaráðs Landsbankans, segir á sama stað að bankinn starfi á samkeppnismarkaði og það skipti verulegu máli að Landsbankinn sé áfram verðmæt eign fyrir hluthafa. „Í því felst m.a. að meta og sækja tækifæri á fjármálamarkaði til að viðhalda og auka verðmæti bankans. Bankaráð og stjórnendur hafa um nokkurt skeið skoðað kosti þess að bæta tryggingum við fjölbreytta þjónustu bankans, enda fer tryggingastarfsemi og rekstur á stórum viðskiptabanka vel saman. Við teljum að með kaupum á TM muni bæði félögin eflast og styrkjast.“

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segist vera mjög ánægður með að hægt sé að ganga að kauptilboði Landsbankans með það að markmiði að ljúka sölunni. „Ef ferlið leiðir til undirritunar kaupsamnings verður það til hagsbóta fyrir alla aðila, Kviku, Landsbankann og TM, viðskiptavini þeirra, hluthafa og aðra hagaðila. Ég hef fulla trú á því að TM, sem er vel rekið og verðmætt tryggingafélag með öflugan mannauð, muni áfram veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu og vaxa enn frekar með nýju eignarhaldi.“

Mbl.is birti frétt í byrjun síðasta mánaðar um viðtal sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, fór í hjá hlaðvarpinu Þjóðmálum, sem stýrt er af fréttastjóra viðskipta hjá Morgunblaðinu. Í fréttinni sagði að Þórdísi, sem er líka varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ein þeirra sem þykir líklegust til að sækjast eftir að leiða flokkinn þegar Bjarni Benediktsson hættir, hugnist ekki að ríkisbankinn eignist TM. 

Sameinuðu en brutu upp þremur árum síðar

Greint var frá því í fyrrahaust að Kvika banki vildi selja TM. Skrefið vakti athygli í ljósi þess að Kvika, TM og eignarleigufyrirtækið Lykill voru sameinuð vorið 2021. Þá var haft eftir Marinó Erni Tryggvasyni, þáverandi forstjóra sameinaðs félags, sem starfaði undir Kviku-nafninu, að með sameiningunni yrði til eitt áhugaverðasta fyrirtæki landsins. Sameinað félag verður meðal verðmætustu fyrirtækja í Kauphöll, enda um einn stærsta samruna síðustu ára að ræða.“ Þremur árum síðar er búið að taka ákvörðun um að brjóta sameinaða félagið upp. Í desember var greint frá því að fjórir aðilar væru komnir áfram í söluferlinu. Nokkuð ljóst var að Arion banki væri ekki þar á meðal, þar sem hann á þegar tryggingafélagið Vörð. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar voru því bankarnir tveir sem ríkið á hlut í Íslandsbanki og Landsbankinn, að slást við tvö sterkustu útgerðarveldi landsins, Samherjasamstæðuna og Ísfélagsfjölskylduna, um að fá að kaupa TM. Nú liggur fyrir hver vann þann slag.

Kvika banki sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í upphafi árs þar sem fram kom að afkoma bankans á síðasta ársfjórðungi hefði ekki verið „í samræmi við áætlun stjórnenda“. Hagnaður samstæðunnar var fjórir milljarðar króna í fyrra og lækkaði um 18 prósent milli ára. Arðsemi eigin fjár lækkaði líka og var 12,1 prósent fyrir skatta. Næstum helmingur hagnaðarins kom úr rekstri TM, en hagnaður tryggingafélagsins var 1,7 milljarðar króna og jókst um 209 prósent milli ára. Hlutabréf í Kviku hafa lækkað um 13,3 prósent það sem af er árinu 2024 og heildarmarkaðsvirði samstæðunnar var um 70 milljarðar króna í lok síðustu viku. Miðað við birt kaupverð þá er verið að selja burt rúmlega 40 prósent af samstæðunni. 

Ríkisbankinn á eigið fé upp á 304 milljarða króna

Landsbankinn hagnaðist um 33,2 milljarða króna á síðasta ári og ætlar að greiða um helming þess hagnaðar, alls 16,5 milljarða króna, út í arð til hluthafa bankans, sem að uppistöðu íslenska ríkið. Hagnaðurinn er mun skaplegri en á árinu 2022 þegar bankinn hagnaðist um 17 milljarða króna. Arðsemi eiginfjár fór úr því að vera 6,3 prósent árið 2022 í 11,6 prósent á síðasta ári. 

Viðsnúningurinn á árinu 2023 felst aðallega í því að gangvirði hlutabréfaeignar hans hækkaði mikið, en Landsbankinn á miklu meira af hlutabréfum en hinir tveir stóru bankarnir.

Í fyrra hagnaðist bankinn um 6,7 milljarða króna vegna þessarar hlutabréfaeignar eftir að hafa tapað átta milljörðum krónum á henni árið 2022. Stærsta hlutabréfastaðan er í Eyri Invest, stærsta eiganda Marel. Bankinn á 14,1 prósent í Eyri sem á 24,7 prósent í Marel.

Á árinu 2022 bókfærði Landsbankinn 10,5 milljarða króna rekstrartap vegna lækkunar á bréfum í Marel en á síðasta ári bókfærði hann 1,1 milljarða króna hagnað vegna hækkunar á sömu bréfum.  

Mestur var viðsnúningurinn á fjórða ársfjórðungi, samhliða því að miklar og opinberar erjur áttu sér stað um eignarhaldið á Marel. Þær erjur leiddu til þess að bandaríska fyrirtækið JBT gerði mögulegt yfirtökutilboð í Marel á gengi sem er mun hærra en skráð markaðsgengi Marel var. Fyrir vikið hækkaði skráð gengi Marel um 18,5 prósent á síðustu þremur mánuðum ársins og hagnaður Landsbankans á þeim ársfjórðungi var 10,8 milljarðar króna. 

Eignir Lands­bank­ans voru 1.961 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót og efna­hags­reikn­ing­ur­inn stækk­aði um 9,7 pró­sent á árinu 2023. Eigið fé bank­ans var 303,7 millj­arðar króna í lok síð­asta árs og eig­in­fjár­hlut­fallið 23,6 pró­sent.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VA
    Valur Arnarson skrifaði
    Þetta er jákvætt. Bankar í einkaeign eru óeftirlitslausir og það hefur oft brennt almenninginn.
    0
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Ekkert við þetta að athuga. Hagnaðurinn af starfseminni rennur í ríkissjóð, en ekki í vasa fákeppnisforkólfana. Það skyldi þó ekki fara þannig, að langþráð samkeppni í tryggingabransanum komi frá ríkinu , því ekki er hún til staðar í dag, svo mikið er víst.
    2
  • JM
    Jón Magnússon skrifaði
    Frábært
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár