Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjartmar og Margrét fengu blaðamannaverðlaun

Tveir blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar fengu Blaða­manna­verð­laun Blaða­manna­fé­lags Ís­lands fyrr í dag. Voru þau verð­laun­uð fyr­ir rann­sókn­ar­blaða­mennsku ann­ars veg­ar og við­tal árs­ins hins veg­ar.

Bjartmar og Margrét fengu blaðamannaverðlaun
Margrét Marteinsdóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson fengu blaðamannaverðlaun við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í dag. Mynd: Golli

Heimildin hlaut tvenn verðlaun af fernum á afhendingu Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands í dag. Verðlaunin voru veitt fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og blaðamannaverðlaun ársins. 

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson er rannsóknarblaðamaður ársins. Verðlaunin fékk hann fyrir fréttaskýringu sína í Heimildinni um endurvinnsluferli drykkjarferna. Afhjúpaði rannsókn hans að fernur, sem margir Íslendingar höfðu flokkað jafnvel árum saman í þeirri trú að þær væru endurunnar, eru brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu.

„Umfjöllun og rannsókn Bjartmars var umfangsmikil og teygði sig til margra landa og hafði margvísleg áhrif, meðal annars þær að breytingar urðu á stjórnendateymi Úrvinnslusjóðs og nýtt verklag var innleitt við endurvinnslu á drykkjarfernum,“ sagði í umsögn dómnefndar. 

Margrét Marteinsdóttir, blaðamaður Heimildarinnar, var verðlaunuð fyrir viðtal ársins. En Margrét tók viðtal við rithöfundinn Gyrði Elíasson þar sem Gyrðir, sem hefur í gegnum tíðina forðast kastljós fjölmiðla, ræddi í fyrsta skiptið opinskátt um þunglyndi sem hann hefur glímt við í áratugi. Er ljóðlist skáldsins fléttað inn í frásögnina en Gyrðir segir sjálfur að þundlyndið sé viss þráður í gegnum öll hans verk.

Heimir Már Pétursson, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hlaut blaðamannaverðlaun ársins. Var það fyrir ítarlega umfjöllun um kjaramál á árinu. 

Verðlaun fyrir umfjöllun ársins fengu Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason hjá Reykjavík Media og Purkur kvikmyndagerð. Var það fyrir sjónvarpsþættina Storm sem fjölluðu um Covid 19-faraldurinn á Íslandi frá hliðum sem ekki höfðu sést áður í fjölmiðlum hér á landi.

VerðlaunahafarnirMargrét Marteinsdóttir, Heimir Már Pétursson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Jóhannes Kr. Kristjánsson og Heimir Bjarnason.

Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Sunna Ósk Logadóttir, blaðamenn Heimildarinnar, voru tilnefnd til verðlaunanna. Aðalsteinn og Helgi fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins, Ingi Freyr fyrir umfjöllun ársins og Sunna Ósk fyrir blaðamannaverðlaun ársins.

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KÞM
    Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
    Besta blaðið
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Í mínum huga er Heimildin besti fréttamiðillinn.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár