Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Umbrotin á Sundhnúkagígaröðinni gætu tekið enda innan eins til tveggja mánaða

Ef inn­flæði dýpri kviku­geymsl­unn­ar inn í þá grynnri á Sund­hnúkagígaröð­inni held­ur áfram á þeim hraða sem hún er á núna má bú­ast við gos­lok­um á svæð­inu inn­an nokk­urra vikna.

Umbrotin á Sundhnúkagígaröðinni gætu tekið enda innan eins til tveggja mánaða
Möguleg goslok „Fræðin segja okkur að kvika getur ekki lengur viðhaldið risi um sprungu í skorpunni ef flæðið fellur niður fyrir 2-3 rúmmetra á sekúndu.“ Mynd: Golli

Innflæði úr dýpri kvikugeymslunni, sem er á 10 til 15 kílómetra dýpi, inn í grynnri kvikugeymsluna, sem er á 4 til 5 kílómetra dýpi hefur helmingast. „Fræðin segja okkur að kvika getur ekki lengur viðhaldið risi um sprungu í skorpunni ef flæðið fellur niður fyrir 2-3 rúmmetra á sekúndu,“ þetta kemur fram á Facebook-síðu Rannsóknargreiningu í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. 

Umbrotin á Sundhnúkagígaröðinni gætu tekið enda innan eins til tveggja mánaða ef það heldur áfram að draga úr innflæði inn í grynnri kvikugeymsluna með þessum hraða. Ef að hraðinn helst sá sami og hann er núna mun flæðið falla „niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu eftir um það bil mánuð (þ.e., ~27 daga) og niður fyrir 2 rúmmetra á sekúndu innan tveggja mánaða (þ.e., ~52 daga).“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
4
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár