Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lilja vill fleiri sjóði listamannalauna og verulega hækkun

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hef­ur lagt til veru­lega fjölg­un mán­að­ar­legra starfs­launa lista­manna­launa, úr 1.600 í 2.850.

Lilja vill fleiri sjóði listamannalauna og verulega hækkun
Ráðherrann Lilja vill að starfslaunum fjölgi úr 1.600 í 2.850. Það eru samtals 1.250 mánaðarlaun fyrir listamenn en gjarnan fá stakir listamenn fleiri en einn mánuð árlega svo gera má ráð fyrir að fjöldi launþega verði talsvert minni. Mynd: Golli

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra leggur til að framlag ríkisins til listamannalaun hækki verulega á næstu árum, um 124 milljónir á næsta ári og 700 milljónir króna árið 2028. 

Þetta kemur fram í frumvarpsdrögum hennar sem nú eru í samráðsgátt

Frumvarpið miðar að því að „stofna þrjá nýja launasjóði og fjölga þeim mánaðarlegu starfslaunum sem koma til úthlutunar“. Það er lagt fram í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að „styrkja faglega starfslauna- og verkefnasjóði listamanna með sérstakri áherslu á að starfslaunin tryggi betur afkomu þeirra sem starfa í listum eða við skapandi greinar.“

Í skýringu með frumvarpinu kemur fram að fjöldi starfslauna hafi haldist óbreyttur síðan gildandi lög tóku gildi árið 2009. 

„Starfslaunamánuðum verður fjölgað úr 1.600 í 2.850 á tímabilinu og þremur nýjum sjóðum bætt við kerfið; Launasjóði kvikmyndahöfunda, Vexti sjóði 35 ára og yngri og Vegsemd sjóði listamanna 67 ára og eldri.“

Breytingarnar verða innleiddar í skrefum á árunum 2025-2028 og er ráðgert að kostnaður verði eftirfarandi:

2025: 124 millj. kr.
2026: 280 millj. kr.
2027: 490 millj. kr.
2028: 700 millj. kr.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Vantar fleiri trúða til að spila með pólitíkinni á kosnað skattborgara? Verður helst að vera sjálfbært. Listamenn verða að vera óháðir frjálsir gerða sinna en ekki undir hælnum á íslenskum stjórnmálaflokkum sem flestir flokkast undir skipulögð glæpasamtök við nánari skoðun. Listamenn og fjölmiðlar verða undir hælnum á sauðspilltu ríkisvaldinu á Íslandi og hvorugir trúverðugir eða marktækir
    0
  • Axel Axelsson skrifaði
    valdræningjastjórnin að kaupa sér heilaþvott fyrir alifuglaræktina . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár