Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og athafnamaður, hefur tilkynnt það að hann muni ekki gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Kosið verður um nýjan forseta í sumar.
„Ég vil færa þeim fjölmörgu sem hafa hvatt mig til að bjóða mig fram innilegar þakkir en með því hafa þau sýnt mér ómetanlegt traust,“ skrifar Ólafur Jóhann í tilkynningu til fjölmiðla.
Hann segist enn fremur treysta þjóðinni til að finna einstakling í þetta vandmeðfarna embætti sem er því vaxinn. „Gætir hagsmuna Íslands heima og heiman, stendur vörð um menningu okkar og tungu, þekkir sögu okkar og sérstöðu en sér um leið fram á veginn.“
Ólafur Jóhann hefur verið talinn líklegur til framboðs. Hlaut hann háværan stuðning, meðal annars frá tónlistarmanninum Bubba Morthens, sem sagði sig verða afskaplega sáttan ef Ólafur Jóhann byði sig fram.
Í nýlegri könnun sem skoðaði afstöðu Íslendinga til nokkurra …
Athugasemdir (1)