„Heilbrigðiseftirlitinu ber ekki skylda til að upplýsa leigusala um ástand hjá leigutaka,“ segir Tómas G. Gíslason, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hann tekur dæmi af því að ef fyrirtæki sem lýtur eftirliti heilbrigðiseftirlitsins væri að leigja í Kringlunni og væri þar með rekstur þá ber því ekki skylda til að upplýsa yfirstjórn Kringlunnar um niðurstöðu eftirlits. „Ef eftirlit leiðir í ljós að öryggi almennings er ógnað þá heldur sú starfsemi ekki áfram óbreytt. Það er alveg skýrt,“ segir hann.
Undrast að ekki hafi verið lokað strax
Heimildin greindi frá því á föstudag að heilbrigðiseftirlitið hafi látið henda núðlum, hrísgrjónum og rækjum á veitingastað Wok On í Krónunni á Fiskislóð í desember. Staðurinn fékk falleinkunn hjá eftirlitinu í byrjun desember, eða 1 í einkunn, og var starfsemin stöðvuð að hluta.
Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, sagði að það væri tekið mjög alvarlega að staður sem væri með rekstur inni í verslun Krónunnar hefði fengið …
Athugasemdir