Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkið þarf að greiða 34,5 milljónir til verjenda í hryðjuverkamálinu

Sindri Snær Birg­is­son og Ísi­dór Nathans­son þurfa að greiða 1/4 af máls­kostn­aði í hryðju­verka­mál­inu svo­kall­aða. Rík­ið mun greið­ar 3/4. Máls­kostn­að­ur­inn sem ligg­ur fyr­ir eru 46 millj­ón­ir króna.

Ríkið þarf að greiða 34,5 milljónir til verjenda í hryðjuverkamálinu
Verjendurnir Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson. Mynd: Golli

Málsvarnarlaun verjenda í hryðjuverkamálinu svokallaða voru ákvörðuð 46 milljónir króna. Er sá kostnaður fyrir vinnu lögmanna Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. Sindri mun greiða sex milljónir króna í málskostnað og Ísidór 5,5 milljónir króna, þar sem þeirra hluti í málskostnaðarins er ¼.

Lögmaður Sindra var Sveinn Andri Sveinsson og lögmaður Ísidórs  var Einar Oddur Sigurðsson. Málsvarnarlaun hvors um sig voru ákvörðuð 22 milljónir króna en til viðbótar féll til þóknun verjanda Sindra á rannsóknarstigi, Ómars Arnar Bjarnþórssonar, sem var tvær milljónir króna. 

Ekki liggur fyrir hver heildarkostnaður vegna héraðssaksóknara eða lögreglu í málinu var. 

Sindri hlaut 24 mánaða fangelsisdóm fyrir vopnalagabrot í málinu en var sýknaður af ákæru um skipulagningu hryðjuverka. hann sat í gæsluvarðhaldi frá 13. til 20. september og 22. september til 13. desember 2022. Verður gæsluvarðhaldið yfir Sindra dregið frá refsingu hans.

Ísidór hlaut 18 mánaða fangelsisdóm, líka fyrir vopnalagabrot en var sýknaður af ákæru um hlutdeild í skipulagningu á hryðjuverkum. Gæsluvarðhaldið yfir honum verður einnig dregið frá en hann sat í gæsluvarðhaldi 22. september til 13. desember 2022. 

Reiðufé upp á 1.620.000 krónur, þrír þrívíddaprentarar, skotfæri, íhlutir í skotvopnum, verkfæri til vopnagerðar, ýmis tölvubúnaður, rifflarnir AK-47, AR-15 og CZ557 í eigu Sindra voru látin sæta upptöku. 

Af eignum Ísidórs sem lagt var hald á við rannsókn málsin sæta upptöku þrívíddarprentari, skotfæri, íhlutir í skotvopn, verkfæri til vopnagerðar, ýmis tölvubúnaður, 7,45 grömm af maríhúana, 0,48 grömm af amfetamíni og 22 stykki af anabólískum sterum. 

„Þetta er áfellisdómur fyrir ákæruvaldið,“ sagði Sveinn Andri, lögmaður Sindra, við blaðamenn fyrir utan dómssal eftir að dómurinn var kveðinn upp í gær. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs, tók undir það. 

Sýndu enga iðrun

Í dómnum stendur að „við ákvörðun refsingar ákærðu verður litið til þess að um stórfelld vopnalagbrot“ sé að ræða. Kemur einnig fram að þeir hafi „að miklu leyti neitað sök og ekki sýnt neina iðrun. Við matið vegur þungt að ákærðu ráku skipulagða starfsemi og framleiddu órekjanleg og stórhættuleg vopn sem þeir seldu í ágóðaskyni hverjum sem kaupa vildi.“

„Þá hafði ákærði Sindri komið sér upp afar hættulegum vopnum og aukið hættueiginleika fyrrgreinds AR15 riffils verulega með því að gera hann hálfsjálfvirkan, auk þess sem ákærðu reyndu að gera vopnið alsjálfvirkt með svokölluðum swift link búnaði. Vopnalagabrot ákærðu eru stórfelld og fordæmalaus að alvarleika. Til mildunar refsingar horfir hins vegar að þeir hafa játað brot sín að hluta og hafa engan eða takmarkaðan sakaferil.“

Sindri neitaði því staðfastlega að fyrir honum hafi vakað að fremja hryðjuverk og kvaðst ekkert hafa aðhafst sem gæti leitt til þeirrar ályktunar að hann hafi verið í þann mund í fremja slíka árás eða verið að undirbúa slíkt. Í dómnum segir að hann hafi þó illa getað útskýrt ýmsar athafnir sínar sem raktar eru í síðari ákærunni. „Fyrir liggur að ákærði Sindri hafði komið sér upp hættulegum vopnum og breytt einu þeirra í hálfsjálfvirkt skotvopn. Hann hafði einnig undir höndum 100 skota skotgeymi og mikið magn skotfæra. Þá liggur fyrir að ákærðu útbjuggu svokallaðan swift link, sem getur breytt vopninu úr því að vera hálfsjálfvirkt í að vera alsjálfvirkt, sem reyndist að vísu ónothæfur. Ekki er ástæða til að draga í efa skýrslur lögreglu um að vopnið af gerðinni AR-15 hafi verið hálfsjálfvirkt er hald var lagt á það við húsleit á heimili ákærða Sindra. Flestar framangreindar athafnir ákærða áttu sér stað yfir sumarið 2022 og virðist af gögnum málsins sem þær hafi náð ákveðnu hámarki í ágústmánuði. Síðustu tvær vikur fyrir handtöku ákærða virðist þó sem dregið hafi úr samræðum ákærðu sem tengjast sakarefninu.“

Þegar allar forsendur málsins væru skoðaðar leit dómurinn svo á að það hafi verið „ákveðnar líkur að ákærði hafi haft einhvers konar illvirki í huga, þótt ekki liggi nákvæmlega fyrir hvert skotmark hans hefði orðið, hvar eða hvenær.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    https://www.youtube.com/watch?v=C8V66bxvM2Q
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Hemmi með sólheimaglottið 3x27 kemur hvergi fram hverjir það eru sem eru að leigja úgandabörnin og með hvaða þýfi þeir borga fyrir herlegheitin og leigja úgandabörnin í svona grafalvarlegan kjánagang og fyrir hvaða þýfi úr hruninu né heldur hvað þessir einu sönnu glæpatrúðar Íslands eru búnir að kaupa mörg sakamál frá hruni svo ekki sé nú minnst á fyrir hrun ógn og skelfing. Svo lendir þetta á skattborgurum og tvö úgandabörn á leið í fangelsi og fíflin sem skipuleggja með fullt rassgat að þýfi í landrover úr mosó.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu