Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bandarísk stjórnvöld skrefi nær því að banna TikTok

Full­trúa­deild Banda­ríkja­þings sam­þykkti í dag frum­varp sem þving­ar eig­anda sam­fé­lags­mið­ils­ins TikT­ok til að selja sinn hluta fyr­ir­tæk­is­ins. Ef hann verð­ur ekki að þeirri beðni mun Tikt­ok verða bann­að í Banda­ríkj­un­um. Ein­hug­ur var með­al bæði Re­públi­kana og Demó­krata um frum­varp­ið.

Bandarísk stjórnvöld skrefi nær því að banna TikTok
Tiktok hafnar ásökunum um að forritið safni persónuupplýsingum eða reyni að hafa áhrif á skoðanir Bandaríkjamanna. Mynd: Shutterstock

Full­trúa­deild Banda­ríkjaþings samþykkti í dag frumvarp þar sem kínverskum eiganda TikTok er gert að selja sinn hluta í samfélagsmiðlinum. Verði hann ekki að þeirri beiðni mun TikTok vera bannað í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef New York Times

Frumvarpið er hugsað sem vörn Bandaríkjanna gegn Kína þar sem TikTok hefur verið sakað um gagnasöfnun á fólki. Telur þingið þetta varða þjóðaröryggi, málfrelsi og samfélagsmiðlarekstur í heild sinni. 

Áður reynt að banna Tiktok

Árið 2020 reyndi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fyrst að banna TikTok á grundvelli þjóðaröryggis en mistókst. Í mars 2023 lýsti Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, yfir sömu áhyggjum. Stjórn Bidens hótaði mögulegu banni á appið verði ekki skipt um eigendur þess. Forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar sagði auðvelt fyrir Kínverja að nota appið til þess að safna gögnum um bandarískan almenning. 

Sterk samstaða hefur ríkt milli Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins um þetta mál. Flokkarnir tveir lögðu fram sameiginlegt frumvarp fyrir ári síðan sem ætlað er að heimila þinginu að banna öpp sem talin eru ógna öryggi almennings. Leiðtogi Repúblikana flýtti frumvarpinu í gegnum þingið og voru umræður takmarkaðar. Frumvarpið var samþykkt í dag með 352 atkvæðum gegn 65. 

Mike Gallager, þingmaður Repúblikana í Wisconsin, einn málflutningsmanna frumvarpsins, sagði ákvörðina skynsamlega og til þess gerða að vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Tiktok hefur sagt að það verndi persónuupplýsingar bandarískra notenda sinna og veiti þriðja aðila eftirlit á samfélagsmiðlinum. Tiktok hafnar því ásökunum bandarískra þingmanna um að forritið safni persónuupplýsingum eða reyni að hafa áhrif á skoðanir Bandaríkjamanna. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár