Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Bandarísk stjórnvöld skrefi nær því að banna TikTok

Full­trúa­deild Banda­ríkja­þings sam­þykkti í dag frum­varp sem þving­ar eig­anda sam­fé­lags­mið­ils­ins TikT­ok til að selja sinn hluta fyr­ir­tæk­is­ins. Ef hann verð­ur ekki að þeirri beðni mun Tikt­ok verða bann­að í Banda­ríkj­un­um. Ein­hug­ur var með­al bæði Re­públi­kana og Demó­krata um frum­varp­ið.

Bandarísk stjórnvöld skrefi nær því að banna TikTok
Tiktok hafnar ásökunum um að forritið safni persónuupplýsingum eða reyni að hafa áhrif á skoðanir Bandaríkjamanna. Mynd: Shutterstock

Full­trúa­deild Banda­ríkjaþings samþykkti í dag frumvarp þar sem kínverskum eiganda TikTok er gert að selja sinn hluta í samfélagsmiðlinum. Verði hann ekki að þeirri beiðni mun TikTok vera bannað í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef New York Times

Frumvarpið er hugsað sem vörn Bandaríkjanna gegn Kína þar sem TikTok hefur verið sakað um gagnasöfnun á fólki. Telur þingið þetta varða þjóðaröryggi, málfrelsi og samfélagsmiðlarekstur í heild sinni. 

Áður reynt að banna Tiktok

Árið 2020 reyndi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fyrst að banna TikTok á grundvelli þjóðaröryggis en mistókst. Í mars 2023 lýsti Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, yfir sömu áhyggjum. Stjórn Bidens hótaði mögulegu banni á appið verði ekki skipt um eigendur þess. Forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar sagði auðvelt fyrir Kínverja að nota appið til þess að safna gögnum um bandarískan almenning. 

Sterk samstaða hefur ríkt milli Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins um þetta mál. Flokkarnir tveir lögðu fram sameiginlegt frumvarp fyrir ári síðan sem ætlað er að heimila þinginu að banna öpp sem talin eru ógna öryggi almennings. Leiðtogi Repúblikana flýtti frumvarpinu í gegnum þingið og voru umræður takmarkaðar. Frumvarpið var samþykkt í dag með 352 atkvæðum gegn 65. 

Mike Gallager, þingmaður Repúblikana í Wisconsin, einn málflutningsmanna frumvarpsins, sagði ákvörðina skynsamlega og til þess gerða að vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Tiktok hefur sagt að það verndi persónuupplýsingar bandarískra notenda sinna og veiti þriðja aðila eftirlit á samfélagsmiðlinum. Tiktok hafnar því ásökunum bandarískra þingmanna um að forritið safni persónuupplýsingum eða reyni að hafa áhrif á skoðanir Bandaríkjamanna. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár