Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bandarísk stjórnvöld skrefi nær því að banna TikTok

Full­trúa­deild Banda­ríkja­þings sam­þykkti í dag frum­varp sem þving­ar eig­anda sam­fé­lags­mið­ils­ins TikT­ok til að selja sinn hluta fyr­ir­tæk­is­ins. Ef hann verð­ur ekki að þeirri beðni mun Tikt­ok verða bann­að í Banda­ríkj­un­um. Ein­hug­ur var með­al bæði Re­públi­kana og Demó­krata um frum­varp­ið.

Bandarísk stjórnvöld skrefi nær því að banna TikTok
Tiktok hafnar ásökunum um að forritið safni persónuupplýsingum eða reyni að hafa áhrif á skoðanir Bandaríkjamanna. Mynd: Shutterstock

Full­trúa­deild Banda­ríkjaþings samþykkti í dag frumvarp þar sem kínverskum eiganda TikTok er gert að selja sinn hluta í samfélagsmiðlinum. Verði hann ekki að þeirri beiðni mun TikTok vera bannað í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef New York Times

Frumvarpið er hugsað sem vörn Bandaríkjanna gegn Kína þar sem TikTok hefur verið sakað um gagnasöfnun á fólki. Telur þingið þetta varða þjóðaröryggi, málfrelsi og samfélagsmiðlarekstur í heild sinni. 

Áður reynt að banna Tiktok

Árið 2020 reyndi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fyrst að banna TikTok á grundvelli þjóðaröryggis en mistókst. Í mars 2023 lýsti Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, yfir sömu áhyggjum. Stjórn Bidens hótaði mögulegu banni á appið verði ekki skipt um eigendur þess. Forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar sagði auðvelt fyrir Kínverja að nota appið til þess að safna gögnum um bandarískan almenning. 

Sterk samstaða hefur ríkt milli Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins um þetta mál. Flokkarnir tveir lögðu fram sameiginlegt frumvarp fyrir ári síðan sem ætlað er að heimila þinginu að banna öpp sem talin eru ógna öryggi almennings. Leiðtogi Repúblikana flýtti frumvarpinu í gegnum þingið og voru umræður takmarkaðar. Frumvarpið var samþykkt í dag með 352 atkvæðum gegn 65. 

Mike Gallager, þingmaður Repúblikana í Wisconsin, einn málflutningsmanna frumvarpsins, sagði ákvörðina skynsamlega og til þess gerða að vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Tiktok hefur sagt að það verndi persónuupplýsingar bandarískra notenda sinna og veiti þriðja aðila eftirlit á samfélagsmiðlinum. Tiktok hafnar því ásökunum bandarískra þingmanna um að forritið safni persónuupplýsingum eða reyni að hafa áhrif á skoðanir Bandaríkjamanna. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár