Ég var mætt snemma í Hörpu að þessu sinni og ætlaði að koma mér vel fyrir með kaffi og bók. Kaffihúsið var þá búið að loka en ég rakst á kósí kúlustóla og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Þeir voru þá hluti af sýndarveruleikasýningu sem boðið er uppá milli tíu og sex dag hvern. Já, hvers vegna ekki? Tólf mínútum, og mörgum ævintýralegum ferðum um Norður- og Suðurland, fossa, jökla og eldgos, síðar tók ég af mér sýndarveruleikagleraugun og var aftur stödd í Hörpu. Ég hafði ferðast án þess að hreyfast úr stað. Þessi sýning er snilld, heimur inni í heimi, en það var annar heimur inni í heimi sem ég var komin til að heimsækja. Heimur tónlistar næstu kynslóða á sér stað á Músiktilraunum og hún á sérstakan stað í hjarta mínu líka.
Drulluflott pönkrokk góð byrjun á kvöldi
Ellefu sveitir voru á dagskrá og sú fyrsta hét því …
Athugasemdir