Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekkert samband á milli fjölda innflytjenda og glæpa

Fjöldi til­kynn­inga um of­beld­is­brot á ár­un­um eft­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn er áþekk­ur fjöld­an­um fyr­ir far­ald­ur, ef lit­ið er til höfða­tölu. Ekki er sam­band á milli fjölda af­brota og inn­flytj­enda eða hæl­is­leit­enda, en það er mis­jafnt eft­ir lönd­um hvort inn­flytj­end­ur séu lík­legri eða ólík­legri til þess að fremja af­brot en inn­fædd­ir, að sögn af­brota­fræð­ings.

Ekkert samband á milli fjölda innflytjenda og glæpa
Vistarverur Mynd tekin í herbergi hælisleitanda í Reykjavík. Margrét segir það mismunandi eftir löndum hvort innflytjendur séu líklegri eða ólíklegri en innflytjendur til þess að fremja glæpi. Þar spili inngilding stóra rullu. Mynd: Golli

Það er ekki þannig að þau lönd í heiminum þar sem eru hlutfallslega flestir innflytjendur eða hlutfallslega flestir hælisleitendur – að þar séu flestir glæpir. Það er bara ekkert samband þarna á milli,“ segir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. 

Tilefnið er ný greining Brynjólfs Gauta Jónssonar, doktorsnema í tölfræði, á gögnum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að skýra megi fjölgun tilkynninga um ofbeldisbrot frá árinu 2013 með nýrri aðferð í skráningu heimilisofbeldis frá því ári þegar lögregla færði heimilisofbeldi inn í almennar tölur um ofbeldisbrot.

„Skráðum tilkynningum um heimilisofbeldi hefur því fjölgað frá 2013, en ekki öðrum ofbeldisbrotum. Öðrum ofbeldisbrotum fækkaði hins vegar mikið á meðan á Covid-19 faraldrinum stóð, en þau eru nú komin aftur í sömu hæð og undanfarinn áratug,“ skrifar Brynjólfur með greiningunni. 

Undanfarið hafa ofbeldisbrot erlendra ríkisborgara verið áberandi í fjölmiðlum. Til dæmis hvað varðar nauðgun í leigubíl í byrjun febrúarmánaðar sem tveir menn frá Túnis eru …

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JS
    Jón Sigurðsson skrifaði
    Inflytjendur er sem sagt 18% þjóðarinnar en afbrotamenn úr hópi inflytjenda sem sitja í fangelsum eru 28% af föngum. Sem sagt 10% fleiri hlutfallslega en prósentufjöldi landsmanna. Það hefði verið fróðlegt að sjá hvernig afbrotamenn úr hópi inflytjenda flokkast eftir eðli afbrotanna, samanborið við innfædda, og ekki síður fá upplýsingar, hlutfallslega frá hvaða löndum afbrotamen inflytjenda eru.
    1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Held að rasistarnir ættu að lesa þetta umfram aðra!
    8
    • ÆS
      Ævar Sigdórsson skrifaði
      https://www.visir.is/g/20242546492d/vildi-fa-oku-rettindi-an-thess-ad-taka-profid-og-redst-a-mann
      -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Innflytjendamál

Guðmundur Ingi: „Þurfum virkilega að taka á honum stóra okkar“
FréttirInnflytjendamál

Guð­mund­ur Ingi: „Þurf­um virki­lega að taka á hon­um stóra okk­ar“

Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­mála­ráð­herra tel­ur um­ræð­una um út­lend­inga snúa um of að hæl­is­leit­end­um og flótta­fólki á með­an sá hóp­ur tel­ur ein­ung­is um 10% inn­flytj­enda. Þetta hef­ur, að mati ráð­herr­ans, nei­kvæð áhrif á um­ræðu um út­lend­inga á Ís­landi al­mennt og bein­ir sjón­um frá mik­il­væg­um áskor­un­um.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár