Það er ekki þannig að þau lönd í heiminum þar sem eru hlutfallslega flestir innflytjendur eða hlutfallslega flestir hælisleitendur – að þar séu flestir glæpir. Það er bara ekkert samband þarna á milli,“ segir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur.
Tilefnið er ný greining Brynjólfs Gauta Jónssonar, doktorsnema í tölfræði, á gögnum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að skýra megi fjölgun tilkynninga um ofbeldisbrot frá árinu 2013 með nýrri aðferð í skráningu heimilisofbeldis frá því ári þegar lögregla færði heimilisofbeldi inn í almennar tölur um ofbeldisbrot.
„Skráðum tilkynningum um heimilisofbeldi hefur því fjölgað frá 2013, en ekki öðrum ofbeldisbrotum. Öðrum ofbeldisbrotum fækkaði hins vegar mikið á meðan á Covid-19 faraldrinum stóð, en þau eru nú komin aftur í sömu hæð og undanfarinn áratug,“ skrifar Brynjólfur með greiningunni.
Undanfarið hafa ofbeldisbrot erlendra ríkisborgara verið áberandi í fjölmiðlum. Til dæmis hvað varðar nauðgun í leigubíl í byrjun febrúarmánaðar sem tveir menn frá Túnis eru …
Athugasemdir (3)