Eigendur Sóltúns seldu lóð við hlið þess út úr hjúkrunarheimilinu fyrir 1/5 af þeim 1.300 milljónum sem þeir fengu svo fyrir jörðina þegar þeir seldu hana til Mata-systkinanna svokölluðu árið 2022. Jörðin var seld inn í dótturfélag rekstrarfélags hjúkrunarheimilisins, Öldungs ehf. Dótturfélagið heitir Sóltún 4. ehf. Eigendur Sóltúns eru félög í eigu Þóris Kjartanssonar, Arnars Þórissonar og Önnu Birnu Jensdóttur.
Þá létu þeir hjúkrunarheimilið lána dótturfélagi þess fyrir kaupverðinu, 178 milljónir króna með víkjandi láni. Slík lán eru stundum veitt á milli tengdra aðila og víkja þau fyrir kröfum annarra lánardrottna ef svo ber undir.
„Tilgangur með lánveitingunum að styðja við frekari uppbyggingu á starfsemi félagsins til framtíðar.“
Forstjóri segir viðskiptin eðlileg
Þessi viðskipti áttu sér stað árið 2014 og átti hjúkrunarheimilið að fá lánið endurgreitt með vöxtum um haustið 2016. Þá var …
Athugasemdir (1)