„Við erum búin að vera í heljargreipum þessa stöðumælavarðar í margar vikur ef ekki mánuði. Það líður ekki sú vika að það séu óp og köll úti á götu,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís, í samtali við Heimildina.
Umræddur stöðumælavörður á það til að bregðast nokkuð harkalega við þegar fólk leggur bílum sínum ólöglega. Hann hefur uppi ógnandi hegðun og öskrar á meinta sökudólga. Hrönn segir að maðurinn missi reglulega stjórn á skapi sínu við bílstjóra, til dæmis þá sem séu að stoppa stutt fyrir utan til að koma með vörur í bíóið. „Við eigum öll sögur af honum.“
Hrönn segir að eitt sinn hefði hún stöðvað bíl sinn við framkvæmdirnar á Vatnsstígnum fyrir utan gleraugnaverslunina Sjáðu til að fara með vörur í bíóið. Þegar stöðumælavörðurinn kom færði maðurinn hennar bílinn strax. Hrönn varð þó eftir með stöðumælaverðinum. „Hann varð brjálaður svo fljótt. Hann fór að öskra á mig …
Þegar ég var að flytja af Snorrabraut hafði ég lagt mínum bíl upp á gangstétt þar sem engin voru bílastæðin og ekki gat ég lagt fyrir Strætó. Lögga á mótorhjóli gaf sig á tal við mig og benti mér á að þarna væri ólöglegt að leggja. Ég benti honum á að ég væri að fylla bílinn og þ.a.l. ekki formlega búin að leggja honum þarna og löggi óskaði mér góðs gengis með flutningana og ók burt.
Þessi stöðumælavörður er ekki starfi sínu vaxinn.
17. gr. Notkun akbrauta.
Ökumaður skal aka á akbraut. Bannað er að aka eftir gangstétt, göngustíg, hjólastíg og göngugötu, sbr. þó 2. mgr. 27. gr., 1. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 46. gr. Sama á við um almenna reiðstíga sem skipulagðir hafa verið á vegum sveitarfélags og eru merktir sem slíkir.
28. gr. Stöðvun ökutækis og lagning þess.
Eigi má stöðva [skráningarskylt] 1) ökutæki eða leggja því á stöðum sem ekki eru ætlaðir fyrir umferð slíkra ökutækja, svo sem gangstétt, göngustíg, göngugötu, hjólarein eða hjólastíg nema annað sé ákveðið, sbr. 1. mgr. 84. gr. Sama á við um umferðareyjar, grassvæði og aðra svipaða staði.
Stöðva er ekki það sama og að leggja.