Mynd 2:
Þessir fiskar verða um 40 sm langir. Hvað nefnast þeir?
Almennar spurningar:
- 1Söngleikurinn og bíómyndin Frost eða Frozen eru upphaflega byggð á sögu eftir ... hvern?
- Hvað er millinafn Donalds Trumps?
- Á mótum hvaða landa er héraðið Karelía? Hafa verður bæði rétt.
- Í hvaða eyríki er höfuðborgin Nicosia?
- Rússinn Mikhaíl Búlgakov skrifaði eina af frægustu skáldsögum 20. aldar. Hver hún?
- Meðal persóna í bókinni er frægur embættismaður sem uppi var fyrir 2.000 árum. Hver var sá?
- Hvað heitir listaverkið, skipið á norðurströnd Reykjavíkur, skammt frá Hörpu?
- Hvaða listamaður skapaði skipið?
- Hvaða stjórnmálamaður skrifaði „Rauða kverið“ á 7. áratug 20. aldar?
- En hvaða ríki hélt úti Rauða hernum á sínum tíma?
- Hve mörg Óskarsverðlaun fékk kvikmyndin Barbie á dögunum?
- Hvaða ráðherraembætti gegndi Katrín Jakobsdóttir áður en hún varð forsætisráðherra?
- Íbúar hvar reistu tjöld sem kölluð voru wigwam?
- Örn Elías Guðmundsson er þekktari undir nafninu ...?
- Hvað var Mozart gamall er hann samdi fyrstu sinfóníu sína? Var hann 4 ára, 8 ára, 12 ára, 46 ára?
Svör við myndaspurningum:
Skjáskotið er úr Englum alheimsins. Fiskarnir eru makrílar.
Svör við almennum spurningum:
1. H.C.Andersen. — 2. John. — 3. Rússlands og Finnlands. — 4. Kýpur. — 5. Meistarinn og Margaríta. — 6. Pontíus Pílatus. — 7. Sólfar. — 8. Jón Gunnar. — 9. Maó. — 10. Sovétríkin. — 11. Ein. — 12. Hún var menntamálaráðherra. — 13. Norður-Ameríku. — 14. Mugison. — 15. Átta ára.
Athugasemdir (1)