Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Heimildin með flestar tilnefningar til Blaðamannaverðlaunanna

Sex blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar eru til­nefnd­ir til Blaða­manna­verð­launa Blaða­manna­fé­lags Ís­lands. Heim­ild­in er til­nefnd í öll­um flokk­um og hlaut flest­ar til­nefn­ing­ar allra fjöl­miðla.

Heimildin með flestar tilnefningar til Blaðamannaverðlaunanna
Blaðamennirnir Ingi Freyr Vilhjálmsson, Sunna Ósk Logadóttir, Margrét Marteinsdóttir, Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson voru tilnefnd.

Sex blaðamenn Heimildarinnar hlutu tilnefningar til Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands. Hlaut miðillinn fimm tilnefningar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna. Blaðamannaverðlaunin verða afhent eftir viku, föstudaginn 15. mars.

Margrét Marteinsdóttir hlaut tilnefningu fyrir viðtal ársins fyrir viðtal sitt við Gyrði Elíasson rithöfund. Í viðtalinu ræddi Gyrðir í fyrsta sinn opinskátt um þunglyndi sem hann hefur glímt við í áratugi.

Ingi Freyr Vilhjálmsson hlaut tilnefningu til umfjöllunar ársins. Var það fyrir umfjöllun hans um sjókvíaeldi á Íslandi. 

Heimildin hlaut tvær tilnefningar til rannsóknarblaðamennsku ársins. Var það annars vegar Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson fyrir fréttaskýringar um endurvinnsluferli drykkjarferna. Afhjúpaði hún að fjölmargir Íslendingar hefðu flokkað fernur í þeirri trúa að þær væru endurunnar þegar þær voru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. 

Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson voru einnig tilnefndir saman til rannsóknarblaðamennsku ársins. Var það fyrir umfjöllun þeirra um snjóflóðið sem féll á Súðavík í janúar 1995.

Sunna Ósk Logadóttir var tilnefnd til Blaðamannaverðlauna ársins fyrir viðamikla umfjöllun sína um málefni náttúrunnar. Sunna hefur skrifað gagnrýnar greinar um togstreitu sem skapast hefur í loftslagsmálum á Íslandi. 

Heimildin hlaut flestar tilnefningar allra miðla, eða fimm. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hlaut þrjár tilnefningar til verðlaunanna, Fréttastofa RÚV tvær, Fréttablaðið eina og Reykjavík Media og Purkur eina. 

Hér má sjá tilnefningarnar í heild sinni:

Viðtal ársins:

  • Auður Ösp Guðmundsdóttir, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir viðtal við Evu Ólafsdóttur sem steig fram og greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu afa síns, Guðjóns Ólafssonar. 
  • Björk Eiðsdóttir, Fréttablaðinu. Fyrir viðtal við Magnús Karl Magnússon, prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands. 
  • Margrét Marteinsdóttir, Heimildinni. Fyrir viðtal við Gyrði Elíasson, rithöfund. 

Rannsóknarblaðamennska ársins:

  •  Arnhildur Hálfdánardóttir og Arnar Þórisson, RÚV. Fyrir umfjöllun um svokallaða „óleyfisbústaði“, það er húsnæði sem er ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og er oftar en ekki hættulegt til búsetu. 
  • Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Heimildinni. Fyrir fréttaskýringar um endurvinnsluferli drykkjarferna sem afhjúpaði að fernur, sem fjölmargir Íslendingar hafa flokkað jafnvel áratugum saman í þeirri trú að þær væru endurunnar, eru brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. 
  • Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson, Heimildinni. Fyrir umfjöllun um snjóflóðið sem féll á Súðavík í janúar 1995.

Umfjöllun ársins 

  • Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sunna Sæmundsdóttir, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir umfjöllun um fylliefni og fegrunaraðgerðir í Kompás. 
  • Ingi Freyr Vilhjálmsson, Heimildinni. Fyrir umfjöllun um sjókvíaeldi á Íslandi.
  • Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason, Reykjavík Media og Purkur kvikmyndagerð. Fyrir sjónvarpsþættina Stormur sem fjölluðu um Covid 19-faraldurinn á Íslandi frá hliðum sem ekki höfðu sést áður í fjölmiðlum hér á landi.

Blaðamannaverðlaun ársins

  • Heimir Már Pétursson, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um kjaramál á árinu.
  • Ingunn Lára Kristjánsdóttir, RÚV. Fyrir nýstárlega og eftirtektarverða framsetningu frétta á helstu samfélagsmiðlum, til að mynda á TikTok og Instagram, og fyrir svokallaðar flettifréttir á gagnvirku formi.
  • Sunna Ósk Logadóttir, Heimildinni. Fyrir viðamikla umfjöllun um málefni náttúrunnar í sinni fjölbreyttustu mynd. 

Fyrirvari: Hér er fjallað um mál er varða Heimildina með beinum hætti.

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Öll eru þau vel að þessum viðurkenningum komin. Til lukku!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
1
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
3
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Einvígi Guðmundar Inga og Jódísar
4
Fréttir

Ein­vígi Guð­mund­ar Inga og Jó­dís­ar

Jó­dís Skúla­dótt­ir seg­ist hugsi yf­ir hversu dýru verði mála­miðl­an­ir Vinstri grænna í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu hafi ver­ið keypt­ar. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son seg­ir fylgi hreyf­ing­ar­inn­ar í skoð­ana­könn­un­um vera langt und­ir vænt­ing­um en seg­ist full­viss um að þau muni upp­skera meira í kosn­ing­um en kann­an­ir gefa til kynna. Guð­mund­ur Ingi er starf­andi formað­ur Vinstri grænna og Jó­dís vara­formað­ur þing­flokks­ins. Bæði gefa þau kost á sér í embætti vara­for­manns hreyf­ing­ar­inn­ar sem kos­ið verð­ur um á lands­fundi VG um helg­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
10
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
10
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár