Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ákall um hjálp frá starfsfólki Pho Vietnam - „Það er ekki komið fram við okkur eins og manneskjur“

Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, stétt­ar­fé­lög­um og fleiri að­il­um barst hjálp­ar­beiðni fyr­ir tæpu ári þar sem því er lýst hvernig eig­andi Pho Vietnam læt­ur starfs­fólk sitt end­ur­greiða sér hluta laun­anna í reiðu­fé. Starfs­fólk sé einnig lát­ið vinna á öðr­um stöð­um en ráðn­ing­ar­samn­ing­ur þess seg­ir til um. Dval­ar­leyfi fólks­ins á Ís­landi er í fjög­ur ár bund­ið samn­ingi við vinnu­veit­and­ann.

Ákall um hjálp frá starfsfólki Pho Vietnam - „Það er ekki komið fram við okkur eins og manneskjur“
Davíð Viðarsson er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um mansal, peningaþvott, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfemi.

„Við leggjum hart að okkur, borgum okkar skatta en það er ekki komið fram við okkur eins og manneskjur,“ segir í bréfi sem sent var á íslenskt stéttarfélag fyrir tæpu ári. Þar er því ennfremur lýst hvernig starfsfólkið á veitingastöðum Pho Vietnam þurfi að endurgreiða eigandanum hluta launanna í reiðufé. Bréfið er svohljóðandi í íslenskri þýðingu en það var sent á ensku:

„Sæl öll. 

Vinsamlegast bjargið fólkinu sem er að vinna á Viet nam Restaurant keðjunni sem er í eigu Viet Nam Cuisine ehf, Viet Nam Restaurant ehf og EA17 ehf. 

Við vinnum mikið og launin eru lág, og eigandi fyrirtækisins borgaði okkur meira en 400 þúsund krónur inn á reikning en við þurftum að að taka meira en 100 þúsund krónur út í reiðufé til að borga honum til baka. Þar að auki þarf fólk sem vinnur ekki á þessum veitingastöðum samt að fara þangað til að vinna, til dæmis fólk af WokOn ehf og Vy-þrifum. Það er ólöglegt. 

Við leggjum hart að okkur, borgum okkar skatta en það er ekki komið fram við okkur eins og manneskjur. 

Vinsamlegast bregðist við sem allra fyrst.“

Lögreglunni borist ábendingar

Veitingastaðirnir sem um ræðir eru Pho Vietnam staðirnir sem eru í eigu Davíðs Viðarssonar, sem hét Quang Le áður en hann breytti því hjá Þjóðskrá, en þeir hétu áður Viet Nam Restaurant. EA17 ehf, sem einnig er í eigu Davíðs, hefur rekið Downtown Reykjavík Hotel á Skólavörðustíg 42 þar sem einn af veitingastöðum Pho Vietnam er í sama húsi en innritun á hótelið fór fram á veitingastaðnum. Öllum þessum, og fleiri stöðum, var lokað í umfangsmikilli aðgerð lögreglu og fleiri embætta á þriðjudag. Sex manns eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins, þeirra á meðal Davíð. 

„Á sínum tíma fengum við að minnsta kosti sambærilegt tölvuskeyti og þú vísar til,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um framangreint bréf. „Okkur hafa borist af og til upplýsingar sem tengjast þessari starfsemi. Einar og sér hafa upplýsingarnar ekki leitt til aðgerða af hálfu lögreglu en greining allra upplýsinga sem okkur hafa borist hafa leitt til þess að við teljum rökstuddan grun fyrir hendi um refsiverða háttsemi í starfseminni.  Ég legg áherslu á að þó að við höfum rökstuddan grun þá erum við að rannsaka málið og gerum það að sjálfsögðu með þeim hlutlæga hætti sem okkur er ætlað,“ segir hann. 

Grímur segir rökstuddan grun um refsiverða háttsemi þeirra sem voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag.

Aðgerðirnar á þriðjudag voru vegna gruns um mansal, peningaþvott, brot á atvinnuréttindum útlendinga og gruns um skipulagða brotastarfemi. Húsleitir voru gerðar á 25 stöðum.

„Aðgerðirnar voru umfangsmiklar og við höfum viljað leggja áherslu á þau mál þar sem grunur leikur á að brotið sé gegn mansalsákvæði almennra hegningarlaga og er það í samræmi við þá áfallamiðuðu nálgun sem við viljum byggja okkar starfsemi á,“ segir Grímur. 

Skráð á einum stað, starfaði á öðrum

Heimildin greindi frá því fyrr í dag að undanfarin þrjú ár hafa 190 víetnamskir ríkisborgarar fengið útgefin dvalarleyfi á Íslandi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Langflestir þeirra komu til landsins í fyrra. 

Rökstuddur grunur er um að Davíð hafi nýtt sér þessa tegund dvalarleyfa til að koma fólki frá Víetnam til landsins á grundvelli einhvers konar sérþekkingar. Fólkið hafi síðan ekki endilega starfað við það starf sem það var skráð hafa komið hingað til að sinna. 

Fréttastofa Vísis hefur greint frá því að fólkið hafi greitt háar fjárhæðir, jafnvel átta miljónir króna, til að komast til Íslands.

Dvalarleyfi sem þessi má veita til allt að fjögurra ára. Skilyrði útgáfu slíkra leyfa er að Vinnumálastofnun hafi veitt viðkomandi atvinnuleyfi. Fjöldi þeirra Víetnama sem fengið hafa slík dvalarleyfi samþykkt hefur tvöfaldast ár frá ári síðastliðin þrjú ár.

Hundruð milljóna til að koma til Íslands

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hefur Davíð og fólk á hans vegum fengið fólk frá Víetnam til Íslands þannig að á pappírum er það skráð til að mynda með sérþekkinguna „kokkur“ og er gerður við það ráðningarsamningur, til að mynda hjá Pho Vietnam. Sumt af þessu fólki hefur ekki náð að greiða Davíð allar milljónirnar sem þarf til að fá ráðningarsamning hjá einu af fyrirtækjunum hans og er það því í skuld við hann þegar það kemur. Þetta er fólkið sem lögreglan telur að sé þolendur mansals en RUV greindi frá því að um sé að ræða um fjörutíu manns. Ef við miðum við að fjörutíu einstaklingar hafi greitt 8 milljónir hver fyrir að koma til landsins nemur sú upphæð 320 milljónum. 

Upplýsingar Heimildarinnar herma að allur gangur sé á því hvort fólkið síðan starfi á þeim stöðum sem það er með samning við heldur sé það eftir þörfum sent á allt aðra staði að vinna, jafnvel svokallaða svarta vinnu, og greiðslan fyrir hana fari síðan til Davíðs eða fólks tengdu honum. 

Háð vinnuveitanda í fjögur ár

Dvalarleyfi fólksins í þessi fjögur ár háð því að það sé með ráðningarsamning við fyrirtæki á vegum Davíðs. Heimildin hefur fengið ábendingar um að fólkinu hafi verið hótað því að ráðningarsamningum verði rift ef það reyni að segja frá stöðu sinni eða leita til yfirvalda, og þar með myndi það missa dvalarleyfið. 

Viðskiptaveldi Davíðs hefur vaxið gríðarlega í gegn um árin en auk þess að opna fjögur útibú Pho Vietnam í póstnúmeri 101, til viðbótar við staðinn á Suðurlandsbraut, keypti hann til að mynda gamla Herkastalann á um hálfan milljarð króna og hefur þar rekið gistiheimili. Til stóð að félag á hans vegum myndi opna mathöll á Vesturgötu 2 en húsið hefur nú lengi staðið autt.

Byrjaði allt í kjallaranum

Upphaf málsins í fjölmiðlum má rekja til þess þegar Mbl.is greindi frá því að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerði upptækan matvælalager í Sóltúni 20 þar sem nokkur tonn af mat voru geymd við óheilnæmar aðstæður. Vy-þrif, sem er í eigu Davíðs, var með kjallarann á leigu. Þar fundust einnig dýnur og aðrar vísbendingar um að fólk hafi dvalið þar. 

Í samtali við Heimildina í nóvember neitaði Davíð fyrir vinnumansal og sagði af og frá að fólk hafi búið á matarlagernum alræmda í kjallara Sóltúns. „No, nobody stay there. No, you crazy?,” sagði Davíð en á íslensku útleggst þetta sem: „Nei, enginn dvaldi þarna. Nei, ertu frá þér?“

Spurður um þær rúmdýnur og kodda sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fann í kjallaranum sagði hann þessa hluti þar aðeins hafa verið geymda þar tímabundið. „Ástæðan fyrir því að þau sáu dýnurnar í geymslunni er að við erum með hótel á Kirkjustræti, í miðbæ Reykjavíkur, og á Skólavörðustíg. Stundum þurfum við ekki að nota dýnurnar og þá geymum við þær þarna,“ sagði Davíð.

Heimildin greindi frá því í gær að umsagnir gesta á Downtown Reykjavík Hotel á Skólavörðustíg væru margar mjög neikvæðar og til að mynda kvörtuðu nokkrir undan kakkalökkum, ásamt ýmiss konar óþrifnaði. 

Í nóvembermánuði fjallaði Heimildin um að heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór í óboðað eftirlit á alla fimm staði Pho Vietnam keðjunnar þann 3. október. Daginn áður sáu verktakar á vegum heilbrigðiseftirlitsins um að farga mörgum tonnum af matvælum úr kjallaranum að Sóltúni 20 sem talin voru heilsuspillandi.

Farga þurfti mat hjá Pho Vietnam á Suðurlandsbraut 8 og var starfsemi takmörkuð bæði þar og á veitingastað keðjunnar á Laugavegi 3.

Matvæli með sama lotunúmer og matvæli í kjallaranum að Sóltúni fundust á veitingastöðum Pho Vietnam á Laugavegi 3, Tryggvagötu 20 og Snorrabraut 29. Matvæli á síðarnefndu stöðunum tveimur voru einnig með sömu dagsetningu og matur sem fannst í Sóltúni. 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Að fólk utan EES sé bundið tilteknum atvinnurekanda með atvinnuleyfi sitt, er ekkert annað en vistarband og verkfæri fyrir glæpamenn.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Rannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Starfsemi matvælafyrirtækja stöðvuð ef öryggi almennings er ógnað
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Starf­semi mat­væla­fyr­ir­tækja stöðv­uð ef ör­yggi al­menn­ings er ógn­að

Fram­kvæmda­stjóri heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur seg­ir þau ekki bera skyldu til að upp­lýsa leigu­sala um nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits hjá leigu­taka. Nið­ur­stöð­urn­ar eru hins veg­ar öll­um að­gengi­leg­ar á vef eft­ir­lits­ins. Eng­inn veit­inga­stað­ur hef­ur kall­að eft­ir kerfi þar sem merk­ing­ar um nið­ur­stöðu eft­ir­lits­ins eiga að vera sýni­leg­ar á staðn­um sjálf­um. Slíkt sé þó reglu­lega til skoð­un­ar.
Heilbrigðiseftirlitið lét henda gömlum rækjum á WokOn - „Okkur blöskrar“
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið lét henda göml­um rækj­um á Wo­kOn - „Okk­ur blöskr­ar“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur lét henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta. „Við tök­um þetta mjög al­var­lega,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Henni finnst að nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits­ins ættu að vera að­gengi­legri.
Gríðarleg aukning á útgefnum sérfræðileyfum til Víetnama síðastliðin þrjú ár
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Gríð­ar­leg aukn­ing á út­gefn­um sér­fræði­leyf­um til Víet­nama síð­ast­lið­in þrjú ár

Fjöldi víet­namskra rík­is­borg­ara sem fengu út­gef­in dval­ar­leyfi á Ís­landi á grund­velli sér­fræði­þekk­ing­ar hef­ur marg­fald­ast síð­ustu þrjú ár­in. Rök­studd­ur grun­ur er um að at­hafna­mað­ur­inn Dav­íð Við­ars­son hafi nýtt sér þessa leið til að flytja fólk til lands­ins.

Mest lesið

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
6
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár