Undanfarin þrjú ár hafa 190 víetnamskir ríkisborgarar fengið útgefin dvalarleyfi á Íslandi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Langflestir þeirra komu til landsins í fyrra. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Heimildarinnar.
Dvalarleyfi sem þessi má veita til allt að fjögurra ára. Skilyrði útgáfu slíkra leyfa er að Vinnumálastofnun hafi veitt viðkomandi atvinnuleyfi. Fjöldi þeirra Víetnama sem fengið hafa slík dvalarleyfi samþykkt hefur tvöfaldast ár frá ári síðastliðin þrjú ár.
Í fyrradag réðst lögreglan í umfangsmiklar aðgerðir vegna gruns um mansal, peningaþvott, brot á atvinnuréttindum útlendinga og gruns um skipulagða brotastarfemi. Húsleitir voru gerðar á 25 stöðum og fjölda fyrirtækja í eigu athafnamannsins Davíðs Viðarssonar var lokað. Þar á meðal voru allir veitingastaðir Pho Vietnam og Wok On auk hótelanna Kastali Guesthouse og Reykjavík Downtown Hotel. Davíð Viðarsson rekur einnig þrifaþjónustuna Vy-þrif.
Athugasemdir