Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ný skýrsla kynnt í Namibíu - Allt að þúsund manns misstu vinnuna

Sam­herji er sagð­ur bera ábyrgð á ómæld­um hörm­ung­um vegna fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. Ný skýrsla, sem unn­in var um áhrif mútu­máls­ins í Namib­íu með stuðn­ingi breska sendi­ráðs­ins í land­inu, grein­ir frá þessu. Kall­að eft­ir af­sök­un­ar­beiðni og greiðslu skaða­bóta frá Ís­landi.

Ný skýrsla kynnt í Namibíu - Allt að þúsund manns misstu vinnuna
Baneitrað samband í Walvis Bay Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og Bernhard Esau sjávarútvegsráðherra Namibíu ásamt eiginkonu þess síðarnefnda. Myndin er tekin á fundi á búgarði ráðherrans þar sem að sögn var lagt á ráðin um samstarf Samherja og Esau og hans manna. Ákvörðun Esau um að svipta fjölda útgerða kvóta og koma honum síðan til Samherja í skiptum fyrir mútugreiðslur, er sögð hafa kostað þúsund manns atvinnu og þjáningu fjölda annarra.

„Hér erum við að setja hin raunverulegu fórnarlömb þessa mútuhneykslis í forgrunn. Að beina athyglinni út fyrir landamæri Namibíu. 15 þúsund kílómetra í norður, til Reykjavíkur og Akureyrar“, Þetta sagði Graham Hopwood, einn höfunda stöðuskýrslu sem félagasamtökin The Institute for Public Policy Research (IPPR) hafa unnið í samstarfi við breska sendiráðið í Namibíu um áhrif Fishrot-mútuhneykslisins á namibískt samfélag.

Tilgangur skýrslunnar, sem unnin var á sex mánaða tímabili – frá september í fyrra og fram í febrúar á þessu ári – er að beina athyglinni af afleiðingunum sem málið hefur haft víðar en að namibískum stjórnvöldum, og sérstaklega til Íslands. 

Í henni er sögð saga þrettán sjómanna sem hafa orðið illa úti vegna málsins. Rætt var við 40 sjómenn og fjölda barna þeirra. Ýmist er um að ræða menn sem störfuðu hjá útgerðum sem misstu kvóta, þegar sjávarútvegsfyrirtækið Namsov missti kvóta vegna ákvarðana sjávarútvegsráðherrans og tengdra manna, sem nú sitja í varðhaldi í Namibíu. Þeim kvóta var síðan komið til Samherja sem greiddi áhrifamönnunum mútur í staðinn, samkvæmt lýsingum rannsakenda og ákærum í Namibíu.

Allt að 1.000 manns eru sögð hafa misst vinnu af þeim sökum. Eins er rætt við sjómenn á skipum Samherja, sem sagt var upp fyrirvaralaust þegar fyrirtækið hætti skyndilega starfsemi í landinu í kjölfar þess að uppljóstrað var um Fishrot-hneykslið.

Saga mannanna sorgleg

Stöðuskýrslan er hluti af stærri rannsókn á áhrifum Fishrot-mútuhneykslisins. Enn er til skoðunar efnahagslegt tap samfélagsins, bæði vegna fjárhagslegs taps namibísku þjóðarinnar og skattaundanskota sem fylgdu. Þetta verði grundvöllur þess að krefjast skaðabóta vegna þess skaða sem málið hefur valdið. Þær bætur eigi síðan að nýta til að bæta þeim sem sem hafa orðið verst úti vegna málsins.

Loforð BjörgólfsLýsingar fyrrverandi sjómanna á skipum Samherja í Namibíu benda ekki til þess að þeir telji loforð þáverandi forstjóra Samherja um viðskilnað fyrirtækisins í Namibíu ekki hafa staðist.

Saga mannanna sem sögð er í skýrslunni er sorgleg. Margir þeirra hafa misst heimili sín, neyðst til að flytja í kofabyggðir, þar sem aðgangur að rafmagni, vatni og hreinlætisaðstöðu er takmarkaður og fjölskyldur þeirra hafa sundrast eftir að eina fyrirvinna stórra fjölskyldna varð skyndilega atvinnulaus. Þeir urðu allir fyrir því að fótunum var skyndilega kippt undan þeim, þegar þeim var sagt upp fyrirvaralaust og án skýringa. 

Stefna Samherja ef með þarf

Í máli Hopwood, sem er stjórnandi hjá IPPR, á kynningu á skýrslunni kom fram að íslenska fyrirtækið Samherji væri augljóslega sá aðili sem beri ábyrgð í málinu. Þess vegna þurfi að ná eyrum Íslendinga.

Hann vill að Samherji „biðjist formlega afsökunar á sínum hlut í Fishrot-mútuhneykslinu, sérstaklega gagnvart þeim einstaklingum sem það hefur haft áhrif á, þeim samfélögum og namibísku samfélagi í heild sinni.“

Auk þess er krafa um að Samherji greiði bætur til þeirra einstaklinga og samfélaga sem hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna málsins. Ef til þess kemur þurfi að sækja þær skaðabætur til Samherja í gegnum dómstóla. 

Hann sagði íslensk stjórnvöld þurfa að leggja við hlustir. Það gengi ekki lengur að þau tækju ekki ábyrgð. Það væri ekki nóg að skora hátt á listum þjóða þar sem lítil spilling ríkir, það þyrfti líka að sýna það í verki.

„Heimurinn er að horfa,“ sagði Hopwood.

Talaði til Akureyrar

Áhrifin komið fram í „jafnvel dauða fólks“

Trevino Forbes, borgarstjóri í Walvis Bay, tók til máls á fundinum en áhrif Fishrot-hneykslisins hafa komið harðast niður í hafnarborginni, þar sem sjómennirnir búa. Borgaryfirvöld hafa reynt að koma til móts við þá með því að gefa byggingarland sem sjómennirnir hafa fengið til að koma sér upp húsnæði. „Áhrif Fishrot hafa verið þung fyrir samfélagið í Walvis Bay og áhrifin komið fram í miklu vantrausti, neikvæðum efnahagsáhrifum og jafnvel dauða fólks.“

Hann sagði afar mikilvægt að takast á við þá spillingu sem geisað hefur í sjávarútvegi í landinu. „Fjöldi fólks varð fyrir áhrifum af þessu máli, misstu vinnu eða sat uppi í óvissu um framtíð sína. Hungur er einfaldlega daglegt viðfangsefni meira en 20 prósent íbúa Walvis Bay og atvinnuleysi ungs fólks mælist um 40 prósent. Staða húsnæðismála er hrikaleg, eins og sést hefur í stórbrunum sem orðið hafa í kofabyggðum í og við borgina sem kostað hafa fjölmörg mannslíf undanfarin ár.“

Eins hafi neikvæðra áhrifa orðið vart með minnkaðri fjárfestingu og uppbyggingu atvinnulífs í Walvis Bay. Þess vegna sé mikilvægt að siðvæðing eigi sér stað í greininni.

Fulltrúi breskra stjórnvalda á fundinum, Charles Moore, sendiherra Breta í Namibíu, sagði að skýrslan væri mikilvægt plagg um „áhrif spillingarmáls á samfélag og fólk sem enga ábyrgð bar á þeirri atburðarás sem olli öllum þessum skaða. Hér fáum við fram sannanir fyrir þessum sorglegu áhrifum.“ 

Kjósa
76
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingunn Björnsdóttir skrifaði
    Þessi skýrsla var áhugaverð aflestrar. Ég og Helgi Seljan erum sýnilega ekki sammála um höfundana. Helgi tilgreinir ritstjórann og formálaskrifarann sem einn höfundanna en nefnir ekkert hina raunverulegu höfunda, sem eru tveir. Annar raunverulegu höfundanna er undirmaður ritstjórans í spillingarstofnuninni sem gefur skýrsluna út. Hinn er lausapenni sem meðal annars hefur skrifað með Helga í Heimildina.
    Í skýrslunni, gluggunum sem kallaðir eru "Skilaboð til Samherja" kemur fram hjá líklega meirihluta viðmælenda sterkt ákall um að Samherji komi aftur til Namibíu til að byggja þar upp atvinnustarfsemi. Einhverjir vilja að Samherji borgi bætur útaf meintum forsendubresti, - sjá sjálfsagt í hendi sér að fyrirtækið sé ólíklegt til frekari samskipta við Namibíumenn eftir það sem á undan er gengið, og vonast eftir bótum en segjast ekki treysta ríkisstjórninni. Vonast því eftir að Samherji láti eitthvað af hendi rakna. Sameiginlegt með sögunum er að menn voru að byggja hús, byggja upp fyrirtæki, kaupa bíla og búfénað og sjá fyrir ómældum fjölda ættingja á meðan þeir voru í vinnu hjá Samherja. Umsvifin slík (samkvæmt lýsingunum) að jafnvel bjartsýnustu Íslendingar hljóta að taka andköf.
    Engin furða að mennirnir vilji fá Samherja aftur niður til Namibíu.
    Ég mæli með að allir lesendur Helga fylgi hlekknum sem hann setti inn hér og lesi skýrsluna. Gjarnan með talnagleraugun á, þau gefa líka alveg ýmis tilefni til nánari rýningar.
    Og af því að Heimildin hefur athugasemdakerfið sitt stillt þannig að nafnið mitt sést ekki finnst mér rétt að undirrita skrifin.
    Ingunn Björnsdóttir
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hefur ekkert gerst í þessu máli hér eftir allan þennan tíma?
    Bara spyr.
    4
  • Kári Jónsson skrifaði
    Litlar eða engar fréttir er að hafa hjá héraðs-saksóknara, alvarleg mistök voru gerð af hálfu saksóknara-embættanna í upphafi Samherja/Namibíu-svindlsinns, það var að sölufrysting eigna Samherja-holding næði ekki fram að ganga, afleiðingin er HOLUN Samherja-holding við þessu var varað af leikum og lærðum, enda stærsta fjársvikamál á íslandi eftir HRUN-ÞJÓFNAÐINN 2008.
    2
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    "..vill að Samherji „biðjist formlega afsökunar.." Fyrr mun rigna í helvíti.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár