„Það lá við að þeir drápu mig einu sinni,“ segir hin 31 árs gamla Fanney Ósk Eyjólfsdóttir um akstursþjónustu fatlaðra. Fanney Ósk er með cerebral palsy hreyfiihömlun, eða fjórlömun, sem hefur það í för með sér að hún þarf að notast við hjólastól.
Atvikið sem um ræddi fólst í því að bílstjóri á vegum akstursþjónustu fatlaðs fólks, sem var þá rekin undir merkjum Strætó en heitir í dag Pant, gleymdi að setja bremsu á hjólastól Fanneyjar með þeim afleiðingum að hún keyrði á vegg. Fanney hlaut höfuðhögg við þetta og þrátt fyrir að nokkur ár hafi liðið frá atvikinu hefur hún þjáðst af krónískum höfuðverk síðan. Í annað skipti var belti sett vitlaust um Fanneyju þannig að það þrengdi að hálsi hennar og hún átti erfitt með að anda.
„Þeir töluðu við mig eins og ég væri ekki talandi,“ segir Fanney. En hún er aðeins með líkamlega fötlun, ekki andlega. …
Næst á lista er heilbrigðiskerfið.