Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði í dag fram nýja þingsályktunartillögu um fjölmiðlastefnu og aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla til ársins 2030. Kemur fram í tillögunni að framtíðarsýn stjórnvalda sé „að fólk hafi greiðan aðgang að fjölbreyttum, ábyrgum og sjálfstæðum fjölmiðlum sem miðla fréttum, samfélagsumræðu og menningu. Allir hafi jafna möguleika á þátttöku í lýðræðislegri umræðu þar sem tjáningarfrelsi er virt.“
Markmiðið sé að skapa starfsumhverfi sem stuðli að öflugri fjölmiðlun í almannaþágu. Unnið verði að stafrænni færni og gagnrýnni hugsun allra aldurshópa til að leggja mat á upplýsingar. Tvö megin markmið stefnunnar eru að stuðla að umbótum til að styrkja fjölbreytni og fagmennsku á fjölmiðlamarkaði og að bregðast við breyttu umhverfi samtímans á sviði tækni og stafrænnar miðlunar. Markmiðin eru sjö í heildina og settar eru fram 29 aðgerðir og áherslur til að ná markmiðunum.
Bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla
Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla verður bætt samkvæmt tillögunni. Verður áhersla lögð á …
Athugasemdir (1)