Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tilkynningum kynferðisbrota fækkar til lögreglu

Drífa Snæ­dal, tals­mað­ur Stíga­móta, seg­ir fækk­un til­kynn­inga á kyn­ferð­is­brot­um ekki end­ur­spegl­ast í kom­um þeirra sem leita til Stíga­móta. Þau finna ekki fyr­ir því að kyn­ferð­is­brot­um hafi far­ið fækk­andi og seg­ir kær­ur til lög­reglu ekki vera góð­an mæli­kvarða á það hvort að kyn­ferð­is­brot séu færri eða fleiri.

Tilkynningum kynferðisbrota fækkar til lögreglu
Tilkynningar um nauðganir til lögreglunnar á síðasta ári voru 184. Mynd: Golli

„Ég held að kærur séu í sjálfu sér ekkert frábær mælikvarði á það hvort að kynferðisbrot séu færri eða fleiri. Það er lítið brot sem kærir,“ segir Drífa Snædal, talsmaður Stígamóta. Í dag kom út ný skýrsla frá Ríkislögreglustjóra þar sem kemur fram að ekki hafa komið jafn fáar tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglu síðan árið 2017.    

Í skýrslunni kemur fram að tilkynningar um nauðganir og kynferðisofbeldi gegn börnum fækkar umtalsvert. Um 45% brotaþola eru börn.

Í tilkynningu Ríkislögreglustjóra segir að „þegar litið er til kynferðisbrota sem tilkynnt eru lögreglu árið 2023 má sjá að tilkynnt brot voru 521 talsins á árinu 2023 eða 15% færri en að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan.“ 

Finna ekki fyrir fækkun á komum til Stígamóta

Drífa segir að þau hjá Stígamót finni ekki fyrir neinni fækkun á fólki sem leitar til þeirra vegna kynferðisbrota. „Það sem ákveður það hvort að fólk kærir kynferðisbrot er traust gagnvart lögreglunni, traust á kerfinu, stuðningur til þess að kæra og svo framvegis. Þannig það eru önnur öfl í gangi sem gefa mynd af því hvort að kærur séu fleiri en færri heldur en tíðni kynferðisbrota.“ 

Tilkynningar um nauðganir til lögreglunnar á síðasta ári voru 184. Þar af voru 121 sem áttu sér stað á síðasta ári. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 13% samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan“ kemur fram í tilkynningunni.

„Við höfum verið að sjá það gegnum gangandi hér hjá Stígamótum í gegnum tíðina að það er rétt rúmlega 10% prósent sem koma til okkar sem að hafa kært. Þetta er nú ekki hátt hlutfall,“ segir Drífa.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár