Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Danski utanríkisráðherrann í innkaupaferð

Lars Løkke Rasmus­sen ut­an­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur var ný­lega á Indlandi og heim­sótti stærsta sjúkra­hús lands­ins. Hann kvaðst von­ast til að ind­versk­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar vilji flytja til Dan­merk­ur þar sem mik­ill skort­ur er á hjúkr­un­ar­fólki. Slík­ar hug­mynd­ir hafa vak­ið gagn­rýni.

Í mörgum Evrópulöndum hefur árum saman verið mikill skortur á hjúkrunarstarfsfólki, einkum hjúkrunarfræðingum. Danmörk hefur ekki farið varhluta af þessu ástandi og samkvæmt spá danska fjármálaráðuneytisins mun vanta um átta þúsund hjúkrunarfræðinga til starfa fram til ársins 2030. Sé horft lengra fram hækkar talan til muna. Ástæðurnar fyrir þessum skorti eru nokkrar, launin sögð of lág, vinnuálagið of mikið, vinnutíminn óhentugur (vaktavinna) og fleira mætti nefna. Síðast en ekki síst hefur ásóknin í nám ekki verið nægileg árum saman og þar við bætist að margir hjúkrunarfræðingar hætta í starfi langt fyrir aldur fram, eða leita í önnur störf.

Margoft rætt í þinginu en lítið gerst fyrr en nú

Ástandið á dönskum sjúkrahúsum, ekki síst mönnunarvandinn eins og það er orðað, hefur margoft verið rætt á danska þinginu, Folketinget. Þar hefur meðal annars verið rætt um  ráðningar hjúkrunarfólks frá fjarlægum löndum, einkum horft til Indlands og Filippseyja. Þær umræður hafa þó litlu skilað fyrr en nú.

Í janúar á þessu ári náði meirihluti flokka á þinginu samkomulagi um erlent vinnuafl í heilbrigðiskerfinu. Og að taka upp viðræður við stjórnvöld á Indlandi og Filippseyjum um samvinnu á þessu sviði.

Í samkomulagi danska þingsins var lögð áhersla á að Danmörk skyldi fylgja leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, um ráðningu erlends vinnuafls. Þegar samkomulagið var kynnt sagði Sophie Løhde heilbrigðisráðherra að þingmenn hefðu rætt ítarlega um hvort samkomulagið um ráðningu hjúkrunarfólks frá Indlandi og Filippseyjum færi í bága við leiðbeiningar WHO í þessum efnum. „Við hvorki megum né viljum eyðileggja heilbrigðiskerfi og öldrunarþjónustu annarra landa, en bæði Indland og Filippseyjar hafa boðið fram og lýst vilja til samvinnu sem við virðum og þiggjum.“ 

Indlandsferð utanríkisráðherra

Danski utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen fór til Delhi á Indlandi 20. febrúar sl. Eftir að hafa setið ráðstefnu um öryggismál heimsótti utanríkisráðherrann stærsta sjúkrahús Indlands, All India Institute of Medical Science. Þar undirritaði ráðherrann samkomulag sem auðveldar indversku heilbrigðisstarfsfólki að flytja til Danmerkur. Við það tækifæri sagði Lars Løkke að samkomulagið væri beggja hagur. „Hér verða til fleiri menntaðir hjúkrunarfræðingar og í Danmörku fjölgar hjúkrunarfræðingum, þetta er win-win,“ sagði ráðherrann. 

Aðspurður sagði ráðherrann að menntun hjúkrunarfræðinga á Indlandi væri mjög sambærileg við menntunina í Danmörku. „Hér er kennt eftir sömu námsskrá og heima.“

„Þetta er win-win“
Lars Løkke Rasmussen

Vinay Preet Singh er framkvæmdastjóri menntastofnunarinnar Telt Health sem menntar indverska hjúkrunarfræðinga sem hyggja á störf erlendis. Hann greindi frá því að um þessar mundir væru við stofnunina tvö þúsund nemar sem að námi lokni færu til Bretlands. Hann sagði að á næsta áratug myndi vanta um eina milljón heilbrigðisstarfsfólks á Bretlandseyjum. Vinay Preet Singh tilkynnti á fundinum með Lars Løkke að hann vildi mjög gjarna taka þátt í að mennta hjúkrunarfræðinga sem hyggðu á störf í Danmörku. Hann sagði að meðal námsgreina þessa hóps yrði danska.

Streyma til annarra landa

Eins og nefnt var framar í þessum pistli að auk Indlands horfa dönsk heilbrigðisyfirvöld einkum til Filippseyja varðandi hjúkrunarfræðinga. Þaðan hefur á undanförnum árum verið stríður straumur hjúkrunarfræðinga til annarra landa, árið 2019 undirrituðu um 17 þúsund filippeyskir hjúkrunarfræðingar atvinnusamninga utan heimalandsins. Um það bil fimmtungur allra filippeyskra hjúkrunarfræðinga starfar erlendis. Yfirvöld á Filippseyjum hafa nú takmarkað fjölda þeirra hjúkrunarfræðinga sem árlega fá heimild til starfa erlendis og miða nú við að árlega fái 5 þúsund slíkt leyfi.

Hefur miklar og alvarlegar afleiðingar

Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hættu milljónir hjúkrunarfræðinga á Vesturlöndum störfum. Það hefur aukið eftirspurnina sem er núna tífalt meiri en hún var fyrir tveimur árum.

Howard Catton, framkvæmdastjóri International Council of Nurses, sem eru samtök hjúkrunarfræðinga í 130 löndum, sagði í viðtali við danska útvarpið að ýmis hátekjulönd, þar á meðal Danmörk, fari í innkaupaferðir til annarra landa. „Indland og Filippseyjar eru helstu útflytjendur heilbrigðisstarfsfólks, það hefur afleiðingar og veikir heilbrigðiskerfið í þessum löndum sem ekki mega við slíku,“ sagði Howard Catton. 

Árið 2019 voru 10,5 hjúkrunarfræðingar á hverja þúsund íbúa í Danmörku, á Filippseyjum voru þeir 4,8  og á Indlandi 1,7 á hverja þúsund íbúa. Þess má geta að á Indlandi vantar 2,4  milljónir hjúkrunarfræðinga á þessu ári, ef viðmið WHO um fjölda miðað við íbúatölu á að nást. Í áðurnefndu viðtali sagði Howard Catton ennfremur að innflutningur hjúkrunarfræðinga sé ekki langtímalausn. Þau lönd sem það gera ættu frekar að einbeita sér að fjölga nemum í eigin landi og búa þannig um hnútana að menntaðir hjúkrunarfræðingar hrökklist ekki úr starfi vegna álags og lágra launa.

Á Indlandi vantar 2,4 milljónir hjúkrunarfræðinga á þessu ári, ef viðmið WHO um fjölda miðað við íbúatölu á að nást.

Danskir hjúkrunarfræðingar hafa efasemdir

Kristina Robins, varaformaður samtaka danskra hjúkrunarfræðinga telur það ekki góða hugmynd að flytja inn í stórum stíl hjúkrunarfræðinga erlendis frá, slíkt veiki heilbrigðiskerfið í viðkomandi löndum. „Því fylgja margs konar áskoranir að fá erlenda hjúkrunarfræðinga til starfa. Að minnsta kosti fimm þúsund danskir hjúkrunarfræðingar hafa hætt störfum á síðustu árum, hærri laun og betri vinnuaðstæður gætu fengið hluta þessa hóps til að snúa til baka. Það væri betri lausn en að leita til fjarlægra landa,“ sagði Kristina Robins.

Þess má í lokin geta að í nýgerðum kjarasamningi danskra hjúkrunarfræðinga er gert ráð fyrir talsverðri launahækkun á næstu þremur árum. Að sögn talsmanns hjúkrunarfræðinga er þetta viðurkenning stjórnvalda á baráttu fyrir bættum kjörum.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár