Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Auknar líkur á eldgosi – fyrirvarinn gæti verið innan við 30 mínútur

Aukn­ar lík­ur eru á eld­gosi á næstu dög­um. Lík­leg­asta stað­setn­ing­in er tal­in vera á svæð­inu milli Stóra-Skóg­fells og Haga­fells. Fyr­ir­vari goss gæti ver­ið mjög stutt­ur, jafn­vel minni en hálf­tími.

Auknar líkur á eldgosi – fyrirvarinn gæti verið innan við 30 mínútur
Veðurstofa Íslands tilkynnti fyrir skömmu að auknar líkur séu á eldgosi á næstu dögum. Mynd: Golli

Auknar líkur eru á eldgosi næstu daga. Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Kemur þar fram að fyrirvari goss gæti verið mjög stuttur, jafnvel 30 mínútur eða minna.

Mestar líkur eru á að gos komi upp á svæðinu á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Er það á svipuðum slóðum og fyrri gos á svæðinu. 

Kvikumagnið undir Svartsengi heldur áfram að aukast og hraði landrissins er nokkuð jafn. Alla jafna hefur dregið úr hraða landriss þegar nær dregur gosi. Um hálf milljón rúmmetra af kviku safnast undir Svartsengi á sólarhring. Alls hafa um 8,5 til 8,9 milljónir rúmmetra af kviku safnast fyrir undir Svartsengi. Möguleikinn á kvikuhlaupi án þess að til eldogss komi er einnig fyrir hendi. 

Samanburður á kvikusöfnun undir Svartsengi áður en kvika hleypur í Sundhnúkagígaröðina.Ef horft er til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukast líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 – 13 milljón rúmmetrum. Ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hraða nást efri mörk í næstu viku.

Hættumat Veðurstofunnar helst óbreytt. Þrátt fyrir að hættustig hafi ekki verið aukið geta aðstæður á vettvangi þó breyst hratt og fyrirvaralaust. Mikilvægt er að hafa þetta í huga eigi maður erindi inn á svæðið. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JBÓ
    Jón Brynjólfur Ólafsson skrifaði
    Smá til gamans. Gosin í janúar og febrúar komu upp þegar nýtt tungl kom og því stórstreymi. Nýtt tngl kemur upp 10.03 og stærsti straumur 11.03 kl. um 07:00. Verður forvitnilegt að fylgjast með, þ.e. hvort að tunglið taki þátt í að toga kviku upp á yfirborðið. Bara smá pæling si svona til gamans.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár