Auknar líkur á eldgosi – fyrirvarinn gæti verið innan við 30 mínútur

Aukn­ar lík­ur eru á eld­gosi á næstu dög­um. Lík­leg­asta stað­setn­ing­in er tal­in vera á svæð­inu milli Stóra-Skóg­fells og Haga­fells. Fyr­ir­vari goss gæti ver­ið mjög stutt­ur, jafn­vel minni en hálf­tími.

Auknar líkur á eldgosi – fyrirvarinn gæti verið innan við 30 mínútur
Veðurstofa Íslands tilkynnti fyrir skömmu að auknar líkur séu á eldgosi á næstu dögum. Mynd: Golli

Auknar líkur eru á eldgosi næstu daga. Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Kemur þar fram að fyrirvari goss gæti verið mjög stuttur, jafnvel 30 mínútur eða minna.

Mestar líkur eru á að gos komi upp á svæðinu á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Er það á svipuðum slóðum og fyrri gos á svæðinu. 

Kvikumagnið undir Svartsengi heldur áfram að aukast og hraði landrissins er nokkuð jafn. Alla jafna hefur dregið úr hraða landriss þegar nær dregur gosi. Um hálf milljón rúmmetra af kviku safnast undir Svartsengi á sólarhring. Alls hafa um 8,5 til 8,9 milljónir rúmmetra af kviku safnast fyrir undir Svartsengi. Möguleikinn á kvikuhlaupi án þess að til eldogss komi er einnig fyrir hendi. 

Samanburður á kvikusöfnun undir Svartsengi áður en kvika hleypur í Sundhnúkagígaröðina.Ef horft er til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukast líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 – 13 milljón rúmmetrum. Ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hraða nást efri mörk í næstu viku.

Hættumat Veðurstofunnar helst óbreytt. Þrátt fyrir að hættustig hafi ekki verið aukið geta aðstæður á vettvangi þó breyst hratt og fyrirvaralaust. Mikilvægt er að hafa þetta í huga eigi maður erindi inn á svæðið. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JBÓ
    Jón Brynjólfur Ólafsson skrifaði
    Smá til gamans. Gosin í janúar og febrúar komu upp þegar nýtt tungl kom og því stórstreymi. Nýtt tngl kemur upp 10.03 og stærsti straumur 11.03 kl. um 07:00. Verður forvitnilegt að fylgjast með, þ.e. hvort að tunglið taki þátt í að toga kviku upp á yfirborðið. Bara smá pæling si svona til gamans.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
4
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár