Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir skilið við boltann og sameinar hin áhugamálin: Löggæslu og sjóinn

Klara Bjart­marz hef­ur sagt skil­ið við KSÍ og hóf störf hjá stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar í dag. Hún úti­lok­ar ekki að snúa aft­ur í knatt­spyrnu­hreyf­ing­una. „Hver veit hvað fram­tíð­in ber í skauti sér?“

Segir skilið við boltann og sameinar hin áhugamálin: Löggæslu og sjóinn
Frá KSÍ til gæslunnar Klara Bjartmarz vann sinn síðasta vinnudag hjá KSÍ eftir 30 ár í starfi á hlaupársdag. Við tekur nýtt starf hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þar sem hún sameinar hin áhugamálin tvö: Löggæslu og sjóinn. Mynd: Golli

Síðasti vinnudagur Klöru Bjartmarz hjá Knattspyrnusambandi Íslands var í gær, fimmtudag. Þar með lýkur 30 ára starfsferli hennar hjá KSÍ. En hún útilokar ekki að snúa aftur. Fótboltinn, og það sem knattspyrnuhreyfingin stendur fyrir, er henni mjög kær. „Frá unga aldri hef ég verið hluti af knattspyrnuhreyfingunni og ég held að ég muni vera það á einhvern hátt áfram,“ segir Klara. 

KSÍ greindi frá því í janúar að Klara ætlaði að láta af störfum í lok febrúar að eigin frumkvæði. Ástæðan var spennandi atvinnuauglýsing sem Klara rakst á hjá Landhelgisgæslu Íslands, sem henni finnst spennandi vinnustaður. Klara ákvað að uppfæra ferilskrána, sem hafði staðið óhreyfð í 30 ár. „Svo bara trítlaði það sína leið og mér var boðið starf. Ég ákvað að prufa hvort það væri líf utan fótboltans.“ Sú vegferð hófst í dag þegar Klara mætti til starfa í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. „Ég mæti galvösk og tek því sem að höndum ber. Ég hef alltaf haft áhuga á því sem snýr að sjónum. Ég er kajakræðari.“ Með nýja starfinu nær Klara að sameina hin tvö áhugamálin, það er þau sem ekki snúa að fótbolta, nefnilega sjóinn og löggæslu. „Ég þekki vel til stranda landsins og það er tilhlökkunarefni að fara að snúa sér að því.“

Margt hefur breyst innan knattspyrnuhreyfingarinnar á þeim 30 árum sem Klara hefur starfað innan hennar. „Það er bylting í öllu starfi, starfsmannafjölda, tækjum og tólum. Þegar ég byrjaði héldum við að internetið væri tískubóla þegar við vorum að skipuleggja fyrstu mótin sem fóru á netið. Eina sem hefur ekki breyst er hvernig fótboltinn er spilaður, 11 á móti 11.“

„Þegar ég byrjaði héldum við að internetið væri tískubóla“

Óhætt er að fullyrða að gustað hafi um KSÍ síðustu ár, í formannstíð Guðna Bergssonar, og hvernig tekið var á frásögnum af kynferðisofbeldi og áreitni landsliðsmanna í knattspyrnu eftir að þær komu upp á yfirborðið. Klara segir margt óuppgert í þeim efnum. „Það á eftir að fara betur yfir heildina. Síðustu vikur hafa farið í það að einbeita mér að því að klára hluti eins og ársþingið. Það var stórt og það var erfitt,“ segir Klara, sem vill að öðru leyti ekki tjá sig um þennan tíma hjá KSÍ. 

Staða framkvæmdastjóra var auglýst í byrjun febrúar. Þáverandi stjórn ákvað að hefja ráðningarferlið en það verður í höndum nýs formanns KSÍ að ráða nýjan framkvæmdastjóra. Þorvaldur Örlygsson var kjörinn á nýafstöðnu ársþingi KSÍ þar sem hann hafði betur gegn Guðna Bergssyni, fyrrverandi formanni, og Vigni Má Þormóðssyni. Það verður því í höndum Þorvaldar og nýrrar stjórnar að ráða nýjan framkvæmdastjóra. Umsóknarfrestur rann út í vikunni og umsóknirnar eru „þó nokkrar“ að sögn Klöru. 

Þótt Klara sé hætt sem framkvæmdastjóri útilokar hún ekki að starfa aftur innan knattspyrnuhreyfingarinnar. „Ég geri nú ráð fyrir því að mæta á völlinn næsta sumar og vonandi fæ ég tækifæri til að taka þátt í starfinu í íþróttahreyfingunni í heild. Ég hef mikinn áhuga á fótbolta, íþróttum og jafnréttismálum í íþróttum. Ég ætla nú ekki að anda ofan í hálsmálið á eftirmanni mínum eða -konu en ég mun vera til stuðnings og ráðgjafar eins og við verður komið. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér?“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár