Danski blaðamaðurinn Lasse Skytt, sem er sjálfstætt starfandi, hefur verið ásakaður um það að hafa framið stórfelldan ritstuld í umfjöllunum sínum í þó nokkrum dönskum miðlum. Politiken greinir frá. Skytt starfar og býr í Reykjavík og Búdapest til skiptis.
Skytt hefur skrifað fjölmargar greinar, einkum um alþjóðleg málefni, fyrir stærstu fjölmiðla Danmerkur. Á föstudag fjarlægði Kristilegt dagblað sex greinar eftir Skytt sem talið var að hefðu falið í sér ritstuld. Í kjölfarið gerði Jótlandspósturinn slíkt hið sama við allar greinar hans í miðilinn. Í minnst þremur hafði Skytt til dæmis vitnað í viðmælendur sem hann hafði ekki rætt við.
Journalisten, Weekendavisen, Berlinske og Information skoða nú hvort það sama eigi við um skrif Skytt í þeirra miðla. Hann hefur einnig skrifað í dönsku miðlana Politiken, Ekstra Bladet, Soundvenue, B.T. og Zetland.
Gat ekki heimilda í erlenda miðla
Politiken hefur eftir Jeppe Duvå ritstjóra Kristilegs dagblaðs að ritstuldur Skytt sé svo …
Athugasemdir