Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ísraeli hvetur Íslendinga til að kjósa Heru Björk

Stjórn­andi Face­book-hóps sem geng­ur út á sam­tal milli Ís­lend­inga og Ísra­ela hvet­ur lands­menn til að kjósa Heru Björk í Söngv­akeppni sjón­varps­ins. Hann hef­ur áhyggj­ur af póli­tísk­um af­leið­ing­um þess ef Palestínu­mað­ur­inn Bash­ar Murad tæki þátt í Eurovisi­on. Það gæti haft áhrif á sam­band­ið milli Ís­lands og Ísra­els.

Ísraeli hvetur Íslendinga til að kjósa Heru Björk
Hera Björk er eini keppandinn, fyrir utan Bashar Murad, sem hefur tekið afdráttarlausa ákvörðun um að fara út í Eurovision fyrir Íslands hönd sigri hún Söngvakeppnina. Mynd: RÚV

Yogev Segal, stjórnandi Facebook-hópsins „Israeli-Icelandic conversation,“ hvetur Íslendinga til að kjósa Heru Björk á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn. Markmiðið er að Hera Björk keppni í Eurovision í Malmö fyrir Íslands hönd í stað Palestínumannsins Bashars Murad. 

Segal skrifar að hann viti að þetta sé dálítið ósanngjarnt en byggi ekki á neinu hatri í garð Bashars. „Ég veit að hann var valinn til þátttöku fyrir 7. október og sennilega var lagið skrifað fyrir það líka.“ Segal segist ekki hafa neitt á móti því að palestínskur söngvari taki þátt í Eurovision. Hann sé jafnvel hlynntur þátttöku Palestínu í keppninni einhvern daginn. 

Segal er mikill Íslandsvinur og áhugamaður um landið. Hann heldur úti vefsíðunni Icelandil.com þar sem hann deilir vitneskju sinni um landið með öðrum og býður upp á það að skipuleggja ferðir til landsins. Segal stendur einnig fyrir Facebook-hópi um Ísland á hebresku. Þar er hann duglegur að fjalla um áhugaverða …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Ég geri þvert á það sem Ísraels mælir með. Sama gildir um Rússa.
    4
  • Helga Draumland skrifaði
    Bíddu bíddu bíddu..... aðeins, er söngvakeppnin allt í einu núna pólitísk? það er þjóðarmorð í gangi afsakið mig hér og þjóðarmorð er ekki pólitískt, það er bara viðbjóður.
    16
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Ömurlegt fyrir ísrael, hverjum dettur í hug að kjósa ísrael, ef það hryðjuverkaríki til 75 ára fær að vera með í Eurovision?
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár