Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ísraeli hvetur Íslendinga til að kjósa Heru Björk

Stjórn­andi Face­book-hóps sem geng­ur út á sam­tal milli Ís­lend­inga og Ísra­ela hvet­ur lands­menn til að kjósa Heru Björk í Söngv­akeppni sjón­varps­ins. Hann hef­ur áhyggj­ur af póli­tísk­um af­leið­ing­um þess ef Palestínu­mað­ur­inn Bash­ar Murad tæki þátt í Eurovisi­on. Það gæti haft áhrif á sam­band­ið milli Ís­lands og Ísra­els.

Ísraeli hvetur Íslendinga til að kjósa Heru Björk
Hera Björk er eini keppandinn, fyrir utan Bashar Murad, sem hefur tekið afdráttarlausa ákvörðun um að fara út í Eurovision fyrir Íslands hönd sigri hún Söngvakeppnina. Mynd: RÚV

Yogev Segal, stjórnandi Facebook-hópsins „Israeli-Icelandic conversation,“ hvetur Íslendinga til að kjósa Heru Björk á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn. Markmiðið er að Hera Björk keppni í Eurovision í Malmö fyrir Íslands hönd í stað Palestínumannsins Bashars Murad. 

Segal skrifar að hann viti að þetta sé dálítið ósanngjarnt en byggi ekki á neinu hatri í garð Bashars. „Ég veit að hann var valinn til þátttöku fyrir 7. október og sennilega var lagið skrifað fyrir það líka.“ Segal segist ekki hafa neitt á móti því að palestínskur söngvari taki þátt í Eurovision. Hann sé jafnvel hlynntur þátttöku Palestínu í keppninni einhvern daginn. 

Segal er mikill Íslandsvinur og áhugamaður um landið. Hann heldur úti vefsíðunni Icelandil.com þar sem hann deilir vitneskju sinni um landið með öðrum og býður upp á það að skipuleggja ferðir til landsins. Segal stendur einnig fyrir Facebook-hópi um Ísland á hebresku. Þar er hann duglegur að fjalla um áhugaverða …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Ég geri þvert á það sem Ísraels mælir með. Sama gildir um Rússa.
    4
  • Helga Draumland skrifaði
    Bíddu bíddu bíddu..... aðeins, er söngvakeppnin allt í einu núna pólitísk? það er þjóðarmorð í gangi afsakið mig hér og þjóðarmorð er ekki pólitískt, það er bara viðbjóður.
    16
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Ömurlegt fyrir ísrael, hverjum dettur í hug að kjósa ísrael, ef það hryðjuverkaríki til 75 ára fær að vera með í Eurovision?
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár