Lögmaður palestínskrar fjölskyldu, sem fengið hefur samþykkt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna athafnaleysis stjórnvalda að fylgja eftir fjölskyldusameiningu þeirra. Segir í kvörtuninni að málsmeðferð stjórnvalda sé í ósamræmi við lög og brotið sé á grundvallarréttindum fjölskyldunnar.
Fjölskyldufaðirinn er palestínskur ríkisborgari sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi. Fjölskylda hans, kona og þrjú börn, eru enn föst á Gaza. Fjölskyldan sá sig knúna til að bera fram kvörtun „í ljósi verulegra tafa á úrlausn sinna mála hingað til og þeirra hagsmuna sem eru undir.“
Stjórnvöldum beri að afhenda gögn til egypskra landamærayfirvalda
Fjölskyldan veit ekki til þess að stjórnvöld hafi gefið landamærayfirvöldum í Egyptalandi upplýsingar um þau þeirra sem föst eru á Gaza. Í kvörtuninni segir að það hvíli á íslenskum stjórnvöldum að koma því áleiðis til landamærayfirvalda í Egyptalandi að fjölskyldan hafi dvalarleyfi á Íslandi og að íslensk stjórnvöld taki ábyrgð á för þeirra yfir …
Athugasemdir (1)