Endanlegt markmið og krafa okkar er sú að málið sé fellt niður – þessar pólitísku ákærur og pólitísku ofsóknir taki enda.“ Þetta segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, um mál Julians Assange sem bíður þess að úrskurður fáist á mál sitt fyrir breska réttarkerfinu. Kristinn var viðmælandi Aðalsteins Kjartanssonar í nýjasta þætti Pressu.
Spurður hver staðan sé á máli Assange segir Kristinn að nú sé reynt að hindra framsal hans til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér allt að 170 ára fangelsi á grundvelli njósnalöggjafar. Nú sé síðasti möguleikinn til að hindra þetta framsal. Beðið er eftir því að úrskurður komi í beiðni Assange um leyfi til að áfrýja framsalsbeiðninni. „Ef hann tapar því og fær ekki þetta leyfi þá eru öll sund lokuð í Bretlandi,“ segir Kristinn.
Hliðstæður milli Navalny og Assange
Assange situr í öryggisfangelsi í Lundúnum. Þann 11. apríl mun hann hafa setið þar í fimm …
Athugasemdir (2)