Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Móðir fatlaðs drengs leitaði til lögreglu þegar hann fannst ekki eftir skutl

Móð­ir fatl­aðs drengs er ósátt eft­ir að son­ur henn­ar var skil­inn eft­ir af bíl­stjóra á veg­um Pant ferða­þjón­ustu. Var hann með bux­urn­ar á hæl­un­um og illa hald­inn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem dreng­ur­inn er ekki sótt­ur.

Móðir fatlaðs drengs leitaði til lögreglu þegar hann fannst ekki eftir skutl
John Rodriguez þarf stuðning við daglegar athafnir og má því alls ekki vera skilinn eftir umsjálaus. Mynd: Aðsend

Í gær beið Evelyn Rodriguez, framkvæmdastjóri og eigandi Cocina Rodriguez í Gerðubergi, óþreyjufull heima hjá sér í Safamýrinni eftir fötluðum syni sínum, John Rodriguez. Átti hann að vera á leiðinni heim með bílstjóra frá Hreyfli á vegum Pant sem annast akstursþjónustu fyrir fatlaða í Reykjavík. Þegar hann skilaði sér ekki heim hringdi Evelyn á lögregluna. 

Skilinn eftirJohn kom inn í Vikings heimilið með buxurnar á hælunum, búinn að pissa og kúka á sig.

Evelyn hringdi í Pant en þar svaraði enginn. Hún reyndi að hafa samband við skólann en fékk á sama tíma hringingu úr númeri sem hún þekkti ekki. Í símanum var starfsmaður frá íþróttahúsi Víkings. Evelyn var tjáð að John væri þar. Starfsmaðurinn vissi ekki hvers vegna John hefði verið skilinn eftir eða hvað hefði orðið af bílnum sem átti að sækja hann. John kom inn í húsið með buxurnar alveg á hælunum. Hann var búinn að pissa og kúka á sig. 

John talar ekki og er með litningagalla, flogaveiki og einhverfu. Hann þarf stuðning við allar daglegar athafnir og er með 100% stuðning í skólanum.

Sjálf hefur Evelyn, sem kemur upprunalega frá Dóminíska lýðveldinu og bæði á og rekur sinn eigin veitingarekstur, áður lent í því að leita sonar síns eftir að hann skilar sér ekki úr skutlþjónustu.

Upplifir að öllum sé sama

„Ég var búin að hringja í lögregluna,“ segir Evelyn. Hún var ósátt með vinnubrögð lögreglunnar. Þau komu ekki inn að ræða við hana þar sem henni þykir þetta mjög alvarlegt að John sé skilinn einn eftir án eftirlits. Þau höfðu engar frekari spurningar. „Þau bara, er þetta John, hann er kominn heim. Við ætlum að bóka þetta hjá okkur og bless.“

„Hann er það fatlaður að það á að afhenda hann hönd í hönd. Það er ekki verið að sækja einhverja venjulega manneskju,“ sagði Evelyn.

John var í miklu uppnámi í gær. „Í gær var hann bara í fanginu á mér með hraðan hjartslátt.“ Hann bar þess merki að hafa upplifað djúpstæðar tilfinningar, án þess að hafa getuna til að tjá þær. „Hann veit ekki hvernig hann á að segja að honum líði illa eða sé illt. Ég get ekki vitað hvernig hann er að hugsa um það sem gerðist. Ég veit það ekki.“

„Ég er bara ennþá í sjokki“
Vill ekki að þetta komi fyrir afturEvelyn óskar eftir viðbrögðum og vill að þetta komi ekki fyrir son sinn og aðra aftur.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem John er skilinn svona eftir. Í maí árið 2022 átti bílstjóri frá Hreyfli, sem keyrir fyrir Pant akstursþjónustu, að skutla John heim. Hann skilaði sér hins vegar ekki. „Ég stóð í eldhúsglugganum, með opna hurð og beið og beið en það kom enginn bíll. Allt í einu birtast nágrannar mínir með John. Þau halda í hendina á honum og koma með honum inn. Hann fann John bara úti á götu.

Þegar Evelyn heyrði í Pant tjáðu þau henni að leigubílstjórinn skildi hann eftir vegna þess að John hefði labbað inn. Ég spurði, labbaði inn hvert? Hann veit ekki einu sinni hvar hann á heima. Hann er svo fatlaður að hann veit það ekki.

Lítið um viðbrögð

Þrátt fyrir að hafa haft samband við deildarstjóra Pant, Sturlu Halldórsson, og framkvæmdastjóri Hreyfils, Harald Axel Gunnarsson,  hefur Evelyn aldrei fengið að vita neitt meira en að bílstjórinn sem átti að keyra John heim í maí í fyrra hefði fengið tiltal. Hún fékk loforð frá Pant að þeir ætluðu að sjá til þess að þetta myndi ekki gerast aftur „og bla, bla, bla. Svo gerist það nákvæmlega sama aftur,“ segir hún.

„Svona fólk á ekki að keyra fyrir ferðaþjónustuna. Svona fólk á ekki að vinna fyrir fatlað fólk. Svo fór ég að hugsa, kannski er þetta bara sama manneskja?“ 

Í samtali við blaðamann Heimildarinnar var Evelyn gráti næst. „Það gæti eitthvað komið fyrir barnið mitt og enginn er að hugsa um það.“

„Fólkið sem er að keyra fatlað fólk er fólkið sem á að taka ábyrgð á því og sýna fólki virðingu. Þetta er fólk sem getur ekki tjáð sig.“

Akstursþjónusta fatlaðra tók fyrir þremur árum upp heitið Pant akstur. Við þær breytingar var ákveðið að hlutfall leigubílaaksturs færi úr 10% í 30%. Mörg dæmi hafa komið upp í opinberri umræðu undanfarin ár um fatlað fólk sem er skilið eftir hjálparlaust eftir skutlþjónustuna. Í fyrra lýsti leikstjóri, sem hélt úti sýningu með fötluðum leikurum, miklum brotalömum á þjónustunni. Þeir hefðu ýmist verið skildir eftir úti á bílaplani eða sóttir tveimur klukkustundum of snemma eða seint.

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Fanney Osk Eyolfsdottir skrifaði
    Ekki að þetta komi mér á óvart en þetta er ófyrirgefanlegt
    0
  • Ásta Jensen skrifaði
    Þeir nenna ekki að fara með börnin inn til foreldra eða stuðningsmanna
    0
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Þessi frétt er Akstursþjónustuni til skammar og takk fyrir það en að hinu hver er tilgangur blaðamans að nefna stöðu móður svo sem framkvæmdastjóra og eiganda ,er hér um alvarlegra atburð að ræða en hafi hún verið húsmóðir spyr sá er ekki veit
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Skelfilegt og ófyrirgefanlegt að fara svona með blessaðan drenginn, og bílstjórinn á Hreyfli. Hvernig hefði fyrirsögnin verið, hefði bílstjórinn verið á ,,vitlausri" stöð?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
6
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár