Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vill leyfi til hvalveiða næsta áratuginn

Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf., vill að tryggð­ur verði „eðli­leg­ur fyr­ir­sjá­an­leiki“ í rekstri og starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Það verði m.a. gert með því að veita fyr­ir­tæk­inu leyfi til veiða á lang­reyð­um til næstu 5–10 ára.

Vill leyfi til hvalveiða næsta áratuginn
Aðgerð Hvalveiðar fara þannig fram að sprengiskutli er skotið á dýrin. Töluvert var um það á verktíðinni 2022 að skutlarnir sprungu ekki og þurfti þá að skjóta dýrin aftur. Og jafnvel aftur. Og aftur. Mynd: Hard to port

Hvalur hf. „óskar hér með eftir endurnýjun leyfis til heimildar til veiða á langreyðum“, segir í bréfi sem Hvalur hf., eina fyrirtækið sem stundar hvalveiðar á Íslandi, sendi matvælaráðuneytinu í lok janúar. Telur framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Kristján Loftsson, sem skrifar undir umsóknina, „rétt og eðlilegt“ að leyfið verði til 5 ára en framlengist sjálfkrafa um eitt ár við lok hvers starfsárs, „eða þá hitt að leyfið sé a.m.k. til 10 ára“. Með því yrði tryggður „eðlilegur fyrirsjáanleiki“ í rekstri og starfsemi Hvals. 

Dúi Landmark, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir umsóknina til meðferðar og að hún verði afgreidd svo fljótt sem unnt er. Ekki sé hins vegar hægt að segja til um hvenær ákvörðun liggi fyrir.

Í leyfisumsókninni vísar fyrirtækið til laga um hvalveiðar frá árinu 1949 og að markmið þessara 75 ára gömlu laga sé „að tryggja verndun, þróun og hámarksnýtingu hvalaauðlindarinnar“. Beri m.a. að taka tillit til hagsmuna „neytenda hvalaafurða“ og hvalveiða sem atvinnugreinar. 

Hvalur fékk fyrst leyfi til veiða árið 1947 og hefur stundað þær með hléum síðan. Vertíð síðasta sumars var þó með þeim hætti að matvælaráðherra setti tímabundið bann á veiðarnar áður en hún hófst í kjölfar niðurstöðu fagráðs um að þær samræmdust ekki lögum um velferð dýra. Engin langreyður var því veidd fyrr en í september. Þá hafði matvælaráðherra kynnt til sögunnar nýja reglugerð sem hafði það markmið að bæta umgjörð veiðanna. Byggði reglugerðin m.a. á niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar, sem sýnt hafði fram á langdregin dauðdaga margra dýra við veiðar sumarið áður. Í hinni nýju reglugerð voru gerðar ítarlegar og hertari kröfur til veiðibúnaðar, veiðiaðferða og eftirlit með veiðunum aukið.

Ekki gætt að meðalhófi

Samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis, sem gefið var út í upphafi árs, gætti Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ekki að meðalhófi eða hafði til þess nægilega skýra lagastoð þegar hún frestaði upphaf vertíðarinnar síðasta sumar.

„Undirbúningur að komandi vertíð er í fullum gangi og miðar með ágætum“
Kristján Loftsson,
framkvæmdastjóri Hvals hf.

Um þetta er fjallað í umsókn Hvals hf. um endurnýjun leyfis til veiða á langreyðum í ár. Segist fyrirtækið vilja minna á, í ljósi stjórnsýslu matvælaráðherra þegar hagsmunir og réttindi Hvals og starfsfólk þess eru annars vegar, sem og vegna ummæla sem ráðherra hefur látið falla á opinberum vettvangi í kjölfar álits umboðsmanns, að samkvæmt fyrstu málsgrein stjórnarskrárinnar sé öllum frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. „Verður þessu frelsi aðeins settar skorður með lögum“, segir í umsókninni. „Leiðir af þessu að skerðingar á atvinnufrelsi þurfa að styðjast við sett lög Alþingis“.

Svandís sagði í janúar síðastliðnum að hún hygðist fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða. Framkvæmdastjóri Hvals hf. telur að vel geti farið á því að færa regluverk um hvalveiðar til nútímalegs horfs. „Um afgreiðslu erindis Hvals fer þó að sjálfsögðu eftir gildandi lögum.“ Sé þess vænst að afgreiðslu leyfisins verði hraðað enda undirbúningur að komandi vertíð „í fullum gangi og miðar með ágætum“.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kolbrún Karldsdóttir skrifaði
    Í fyrsta lagi, ef það er svona mikið atvinnufrelsi á landinu að fólk geti bara valið sér hvað það gerir, hvers vegna eru strandveiðar þá skertar svona hressilega? Í öðru lagi þá er KL eini maðurinn í öllum heiminum sem hefur haft ríkisstjórnina sína í vasanum og út á frekjugang og fjármagn fengið að veiða stórhveli. KL er eini maðurinn í heiminum sem hefur verið að veiða stórhveli síðustu árin! Japan og Noregur veiða smáhveli (ekki að það sé eitthvað réttlætanlegt) sem er mun einfaldara að skjóta markvisst og kjötið af þeim er ætt. Það góða við þetta stríð hans er að fólk er farið að kynna sér málin betur og skilja um hvað þessi mál snúast.
    3
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Menn eiga að leyfa veiðar á dýrum á meðan það er áhugi og gæta skynsemi.
    -3
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Ef nauðsýnlegt er að veiða hvaði þá á að bjóða veiðarnar út. Enginn á að geta tryggt sér einkarétt árum saman þótt við höfum því miður slæmt fordæmi. Skip Hvals eru komin til ára sinna, ættu að vera á safni eða í brotajárni.
    2
    • Steinþór Grímsson skrifaði
      Þá ætti að bjóða allar veiðar út! Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af skipunum.
      -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár