Fjármála- og efnahagsráðuneytið skoðar nú möguleikann á því að sameina Ríkiskaup og aðrar stofnanir í stjórnkerfinu. Vegna þessa var Sara Lind Guðbergsdóttir, settur forstjóri Ríkiskaupa, sett aftur í embætti, nú til mánaðamótanna febrúar og mars. Þetta kemur fram í svari frá ráðuneytinu við spurningum Heimildarinnar. Athygli hefur vakið að Sara Lind var sett í embættið í apríl í fyrra og svo aftur eftir það.
Miðað við svör ráðuneytisins þá er skýringin á þessu skoðun á skipulagsbreytingum. „Yfir stendur skoðun á framtíðarfyrirkomulagi umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu þar sem m.a. er lagt mat á hvort fýsilegt sé að sameina stofnunina öðrum einingum í samræmi við áherslur um einföldun stofnanakerfisins. Vegna þessa hefur sá tími sem forstjóri Ríkiskaupa er settur í embætti verið framlengdur og rennur skipunartími hans út um næstu mánaðamót. Gert er ráð fyrir að niðurstaða um framtíðarfyrirkomulag liggi fyrir síðar í mánuðinum.“
Samkvæmt svari ráðuneytisins þá má setja forstjóra …
Athugasemdir (1)