Viktoría Hermannsdóttir fer á flug að tala um gamla hluti – eða öllu heldur sögurnar sem geta búið í gömlum hlutum, sama hversu ómerkilegir þeir kunna að sýnast. Þannig minnti hún sjálf á söguna þegar Lína Langsokkur dró Önnu og Tomma út að leita að fjársjóði, uppnumin þegar hún fann fjársjóðinn sinn í gamalli fötu.
Í kvöld hefst þriðja sjónvarpsþáttaröðin af Fyrir alla muni – á RÚV. En fyrir þá sem ekki vita er rýnt í gamla hluti í þáttunum, ef grunur leikur á að þeir tengist áhugaverðri og jafnvel ótrúlegri sögu. Þannig gefst samfélaginu kostur á að taka þátt í ævintýrinu með því að láta vita af gömlum munum sem mögulega hafa að geyma merka sögu.
Þættina gerir Viktoría ásamt Sigurði Helga Pálmasyni, en þau kynntust fyrir nokkrum árum þegar hún ætlaði að kíkja í safnarabúð hjá honum. „Það var þannig að ég var að gera útvarpsþætti um safnara …
Athugasemdir (1)