Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bæta nýju svæði á hættumatskortið

Hætta er á jarð­falli í sprung­ur og sprungu­hreyf­ing­um vest­an við Grinda­vík, á svæði sem Nes­veg­ur ligg­ur um sem er nú orð­inn helsta sam­gönguæð­in að bæði Grinda­vík og starf­semi Svartsengi. Doktor í jarð­skorpu­hreyf­ing­um hef­ur vik­um sam­an var­að við hætt­um á þess­um slóð­um og loks er það kom­ið inn á hættumat­skort­ið.

Bæta nýju svæði á hættumatskortið
Skemmdir Nesvegur fór illa út úr jarðhræringunum miklu í nóvember. Miklar sprungur mynduðust í veginum og voru þær fylltar af möl og sandi. Mynd: Vegagerðin

Á uppfærðu hættumatskorti af Grindvík og nágrenni, sem gefið var út í dag en tekur gildi á morgun, þriðjudag, hefur Veðurstofan bætt við nýju svæði, svæði 7. Það liggur vestan þéttbýlisins, á slóðum sem ein fyrsta sprungan opnaðist í jarðhræringunum miklu 10. nóvember. 

Gregory Paul De Pascale, doktor í jarðskorpuhreyfingum og dósent við Háskóla Íslands, hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að vara við hættum á einmitt þessu svæði. Það hefur hann gert innan samráðshóps vísindamanna sem er Veðurstofunni til ráðgjafar við mat á hættu á svæðinu. Hann var spurður út í málið í viðtali við Heimildina og sagði sprungur á þessu svæði, sem m.a. rifu í sundur golfvöllinn og vegi, ekkert öðruvísi en þær sem opnuðust inni í Grindavík.

Svæðið hefur loks fengið númer lit á hættumatskortinu. Guli liturinn er merki um að nokkra hættu sem þar að finna og varað er sérstaklega við jarðfalli ofan í sprungu og sprunguhreyfingar. Um svæðið liggur Nesvegur sem gestum Bláa lónsins er nú beint um enda Grindavíkurvegur og hluti Bláalónsvegar farinn undir hraun. Unnið er að úrbótum hvað það varðar að sögn Vegagerðarinnar. 

Grindavík sjálf og hennar allra næsta nágrenni er merkt í appelsínugulum lit sem táknar „töluverða hættu“ og þar er varað sérstaklega við jarðfalli ofan í sprungu og sprunguhreyfingum. Bláa lónið hefur hins vegar gulan lit og þar er varað við hraunflæði.

Svæði 7Nýtt hættusvæði hefur verið merkt inn á hættumatskort Veðurstofunnar. Svæðið er vestan þéttbýlisins í Grindavíkur og Nesvegur liggur um það.

Veðurstofan uppfærð síðast hættumatskort sitt á fimmtudaginn í síðustu viku. En ákvað að uppfæra það enn á ný í kjölfar þess að ríkislögreglustjóri féll frá tilmælum um brottflutning úr Grindavík og vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Suðurnesjum um breyttar heimildir íbúa og fyrirtækja hvað varðar aðgengi að bænum. Hið uppfærða hættumat tekur þó ekki gildi fyrr en kl. 7 í fyrramálið, 20. febrúar, á sama tíma og nýjar aðgengisreglur lögreglustjórans taka gildi. 

Í tilkynningu Veðurstofunnar vegna uppfærslunnar segir að svæði 7 hafi verið bætt við „í samráði við almannavarnir“. Innan þess svæðis sé Nesvegur en aukinni umferð er nú beint um hann vegna aðgengis að Svartengissvæðinu sem og Grindavík.

Nesvegur yfir sprungusvæðiHjáleið til Bláa lónsins var kynnt fyrir helgi og þá var svæðið vestan Grindavíkur, sem Nesvegur liggur um, ekki skilgreint sem hættusvæði. Engu að síður höfðu sprungur um það loks verið merktar á kortið.

Veðurstofan bendir á að hættumatskortið sýni mat á hættu sem er til staðar hættu sem gæti skapast með litlum fyrirvara. „Eingöngu er lagt mat á hættu innan þessara svæða, en hætta getur leynst utan þeirra.“ Þá varar stofnunin við því að aðstæður innan og utan hættusvæða geta breyst með litlum fyrirvara. Hættur geti leynst utan merktra svæða.Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur ákveðið að rýmka verulega aðgengi fólks að Grindavík og frá og með morgundeginum má dvelja þar næturlangt. Hann varar fólk þó við og segir það fara inn á svæðið á eigin ábyrgð. „Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi“. Innviðir séu í lamasessi og sprungur að finna víða. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár