Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bæta nýju svæði á hættumatskortið

Hætta er á jarð­falli í sprung­ur og sprungu­hreyf­ing­um vest­an við Grinda­vík, á svæði sem Nes­veg­ur ligg­ur um sem er nú orð­inn helsta sam­gönguæð­in að bæði Grinda­vík og starf­semi Svartsengi. Doktor í jarð­skorpu­hreyf­ing­um hef­ur vik­um sam­an var­að við hætt­um á þess­um slóð­um og loks er það kom­ið inn á hættumat­skort­ið.

Bæta nýju svæði á hættumatskortið
Skemmdir Nesvegur fór illa út úr jarðhræringunum miklu í nóvember. Miklar sprungur mynduðust í veginum og voru þær fylltar af möl og sandi. Mynd: Vegagerðin

Á uppfærðu hættumatskorti af Grindvík og nágrenni, sem gefið var út í dag en tekur gildi á morgun, þriðjudag, hefur Veðurstofan bætt við nýju svæði, svæði 7. Það liggur vestan þéttbýlisins, á slóðum sem ein fyrsta sprungan opnaðist í jarðhræringunum miklu 10. nóvember. 

Gregory Paul De Pascale, doktor í jarðskorpuhreyfingum og dósent við Háskóla Íslands, hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að vara við hættum á einmitt þessu svæði. Það hefur hann gert innan samráðshóps vísindamanna sem er Veðurstofunni til ráðgjafar við mat á hættu á svæðinu. Hann var spurður út í málið í viðtali við Heimildina og sagði sprungur á þessu svæði, sem m.a. rifu í sundur golfvöllinn og vegi, ekkert öðruvísi en þær sem opnuðust inni í Grindavík.

Svæðið hefur loks fengið númer lit á hættumatskortinu. Guli liturinn er merki um að nokkra hættu sem þar að finna og varað er sérstaklega við jarðfalli ofan í sprungu og sprunguhreyfingar. Um svæðið liggur Nesvegur sem gestum Bláa lónsins er nú beint um enda Grindavíkurvegur og hluti Bláalónsvegar farinn undir hraun. Unnið er að úrbótum hvað það varðar að sögn Vegagerðarinnar. 

Grindavík sjálf og hennar allra næsta nágrenni er merkt í appelsínugulum lit sem táknar „töluverða hættu“ og þar er varað sérstaklega við jarðfalli ofan í sprungu og sprunguhreyfingum. Bláa lónið hefur hins vegar gulan lit og þar er varað við hraunflæði.

Svæði 7Nýtt hættusvæði hefur verið merkt inn á hættumatskort Veðurstofunnar. Svæðið er vestan þéttbýlisins í Grindavíkur og Nesvegur liggur um það.

Veðurstofan uppfærð síðast hættumatskort sitt á fimmtudaginn í síðustu viku. En ákvað að uppfæra það enn á ný í kjölfar þess að ríkislögreglustjóri féll frá tilmælum um brottflutning úr Grindavík og vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Suðurnesjum um breyttar heimildir íbúa og fyrirtækja hvað varðar aðgengi að bænum. Hið uppfærða hættumat tekur þó ekki gildi fyrr en kl. 7 í fyrramálið, 20. febrúar, á sama tíma og nýjar aðgengisreglur lögreglustjórans taka gildi. 

Í tilkynningu Veðurstofunnar vegna uppfærslunnar segir að svæði 7 hafi verið bætt við „í samráði við almannavarnir“. Innan þess svæðis sé Nesvegur en aukinni umferð er nú beint um hann vegna aðgengis að Svartengissvæðinu sem og Grindavík.

Nesvegur yfir sprungusvæðiHjáleið til Bláa lónsins var kynnt fyrir helgi og þá var svæðið vestan Grindavíkur, sem Nesvegur liggur um, ekki skilgreint sem hættusvæði. Engu að síður höfðu sprungur um það loks verið merktar á kortið.

Veðurstofan bendir á að hættumatskortið sýni mat á hættu sem er til staðar hættu sem gæti skapast með litlum fyrirvara. „Eingöngu er lagt mat á hættu innan þessara svæða, en hætta getur leynst utan þeirra.“ Þá varar stofnunin við því að aðstæður innan og utan hættusvæða geta breyst með litlum fyrirvara. Hættur geti leynst utan merktra svæða.Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur ákveðið að rýmka verulega aðgengi fólks að Grindavík og frá og með morgundeginum má dvelja þar næturlangt. Hann varar fólk þó við og segir það fara inn á svæðið á eigin ábyrgð. „Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi“. Innviðir séu í lamasessi og sprungur að finna víða. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár