Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Bæta nýju svæði á hættumatskortið

Hætta er á jarð­falli í sprung­ur og sprungu­hreyf­ing­um vest­an við Grinda­vík, á svæði sem Nes­veg­ur ligg­ur um sem er nú orð­inn helsta sam­gönguæð­in að bæði Grinda­vík og starf­semi Svartsengi. Doktor í jarð­skorpu­hreyf­ing­um hef­ur vik­um sam­an var­að við hætt­um á þess­um slóð­um og loks er það kom­ið inn á hættumat­skort­ið.

Bæta nýju svæði á hættumatskortið
Skemmdir Nesvegur fór illa út úr jarðhræringunum miklu í nóvember. Miklar sprungur mynduðust í veginum og voru þær fylltar af möl og sandi. Mynd: Vegagerðin

Á uppfærðu hættumatskorti af Grindvík og nágrenni, sem gefið var út í dag en tekur gildi á morgun, þriðjudag, hefur Veðurstofan bætt við nýju svæði, svæði 7. Það liggur vestan þéttbýlisins, á slóðum sem ein fyrsta sprungan opnaðist í jarðhræringunum miklu 10. nóvember. 

Gregory Paul De Pascale, doktor í jarðskorpuhreyfingum og dósent við Háskóla Íslands, hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að vara við hættum á einmitt þessu svæði. Það hefur hann gert innan samráðshóps vísindamanna sem er Veðurstofunni til ráðgjafar við mat á hættu á svæðinu. Hann var spurður út í málið í viðtali við Heimildina og sagði sprungur á þessu svæði, sem m.a. rifu í sundur golfvöllinn og vegi, ekkert öðruvísi en þær sem opnuðust inni í Grindavík.

Svæðið hefur loks fengið númer lit á hættumatskortinu. Guli liturinn er merki um að nokkra hættu sem þar að finna og varað er sérstaklega við jarðfalli ofan í sprungu og sprunguhreyfingar. Um svæðið liggur Nesvegur sem gestum Bláa lónsins er nú beint um enda Grindavíkurvegur og hluti Bláalónsvegar farinn undir hraun. Unnið er að úrbótum hvað það varðar að sögn Vegagerðarinnar. 

Grindavík sjálf og hennar allra næsta nágrenni er merkt í appelsínugulum lit sem táknar „töluverða hættu“ og þar er varað sérstaklega við jarðfalli ofan í sprungu og sprunguhreyfingum. Bláa lónið hefur hins vegar gulan lit og þar er varað við hraunflæði.

Svæði 7Nýtt hættusvæði hefur verið merkt inn á hættumatskort Veðurstofunnar. Svæðið er vestan þéttbýlisins í Grindavíkur og Nesvegur liggur um það.

Veðurstofan uppfærð síðast hættumatskort sitt á fimmtudaginn í síðustu viku. En ákvað að uppfæra það enn á ný í kjölfar þess að ríkislögreglustjóri féll frá tilmælum um brottflutning úr Grindavík og vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Suðurnesjum um breyttar heimildir íbúa og fyrirtækja hvað varðar aðgengi að bænum. Hið uppfærða hættumat tekur þó ekki gildi fyrr en kl. 7 í fyrramálið, 20. febrúar, á sama tíma og nýjar aðgengisreglur lögreglustjórans taka gildi. 

Í tilkynningu Veðurstofunnar vegna uppfærslunnar segir að svæði 7 hafi verið bætt við „í samráði við almannavarnir“. Innan þess svæðis sé Nesvegur en aukinni umferð er nú beint um hann vegna aðgengis að Svartengissvæðinu sem og Grindavík.

Nesvegur yfir sprungusvæðiHjáleið til Bláa lónsins var kynnt fyrir helgi og þá var svæðið vestan Grindavíkur, sem Nesvegur liggur um, ekki skilgreint sem hættusvæði. Engu að síður höfðu sprungur um það loks verið merktar á kortið.

Veðurstofan bendir á að hættumatskortið sýni mat á hættu sem er til staðar hættu sem gæti skapast með litlum fyrirvara. „Eingöngu er lagt mat á hættu innan þessara svæða, en hætta getur leynst utan þeirra.“ Þá varar stofnunin við því að aðstæður innan og utan hættusvæða geta breyst með litlum fyrirvara. Hættur geti leynst utan merktra svæða.Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur ákveðið að rýmka verulega aðgengi fólks að Grindavík og frá og með morgundeginum má dvelja þar næturlangt. Hann varar fólk þó við og segir það fara inn á svæðið á eigin ábyrgð. „Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi“. Innviðir séu í lamasessi og sprungur að finna víða. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi
3
Viðtal

Bára Hlín býð­ur heim: Jóla­hefð­ir og míni­mal­ismi

Ung hjón festu í hittifyrra kaup á ein­lyftu, stíl­hreinu ein­býl­is­húsi. Þau tóku hús­ið í gegn, breyttu skipu­lag­inu og í dag ræð­ur þar míni­mal­ism­inn ríkj­um. Bára Hlín Vign­is­dótt­ir er út­still­ing­ar­hönn­uð­ur og er bú­in að skreyta svo­lít­ið fyr­ir jól­in. Út­kom­an er stíl­hrein og míni­malísk, eins og hús­ið sjálft. Bára er frá Grinda­vík og henn­ar nán­ustu misstu sum­ir heim­ili sín vegna nátt­úru­ham­fara. Hún er að ná sér eft­ir ham­far­irn­ar, enda áfall fyr­ir þau öll.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár