„Það sem svo hefur komið fyrir augu almennings að undanförnu varðandi afstöðu ýmissa til fólks í leit að vernd og þeim verkefnum sem því fylgja hefur legið þungt á mér, já og greinilega þyngra en ég gerði mér grein fyrir,“ skrifar Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar í færslu á Facebook.
Helga Vala sagði skilið við þingmennsku fyrir Samfylkinguna í fyrra, á miðju kjörtímabili, eftir að hafa setið á þingi síðan 2017. Ástæðan sem fyrir því var gefin var ósk hennar að snúa sér aftur að lögmennsku.
Við Facebook-færsluna frá því fyrr í dag deildi Helga Vala pistli sem varaþingmaður Samfylkingarinnar og formaður flokksins í Garðabæ skrifuðu á Vísi. Þar segja pistlahöfundar meðal annars að það gangi gegn jafnaðarstefnunni að tala um fjölda hælisleitenda sem ógn við innviði á Íslandi.
Í færslu sinni segir Helga Vala að hún aðhyllist jafnaðarstefnu. „Þar eru ákveðin prinsipp sem ekki er …
Athugasemdir (1)