Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gestum Bláa lónsins beint um veg á sprungusvæði

Sprung­ur vest­an Grinda­vík­ur hafa loks ver­ið birt­ar á upp­færðu hættumat­skorti Veð­ur­stof­unn­ar. Um þetta svæði ligg­ur nú hjá­leið gesta í Bláa lón­ið. En svæð­ið fær eng­an litakóða á kort­inu til að und­ir­strika hvaða hætt­ur þar sé að finna. Fyllt var upp í stór­ar sprung­ur á Nes­vegi um miðj­an nóv­em­ber, veg­inn sem ferða­mönn­um, jafn­vel í stór­um rút­um, er nú beint um.

Gestum Bláa lónsins beint um veg á sprungusvæði
Sprungufylling Þann 13. nóvember, þremur dögum eftir jarðhræringarnar miklu í og við Grindavík, birti Vegagerðin myndir af miklum skemmdum á Nesvegi á Facebook-síðu sinni. Mynd: Vegagerðin

Í dag, föstudag, opnar Bláa lónið dyr sínar fyrir ferðamönnum á ný eftir að hafa verið rýmt er eldgos hófst í Sundhnjúkagígaröðinni 8. febrúar. Í því gosi, því sjötta sem orðið hefur á Reykjanesskaga á þremur árum, fór hraun yfir Grindavíkurveginn. Hann hafði áður verið sprunginn mjög og því lokaður og er það áfram enda með öllu ófær vegna hraunsins. Gestum er því bent á hjáleið um Nesveg sem liggur frá Höfnum á Reykjanesskaga og meðfram suðurströndinni að Grindavík og þaðan um veg sem ýmist er kallaður Norðurljósavegur eða Bláalónsvegur. 

Nesvegur stórskaðaðist eftir hamfarirnar miklu þann 10. nóvember og var um tíma lokaður umferð allra nema viðbragðsaðila. Í honum mynduðust stórar sprungur sem fyllt var upp í með möl og sandi. Þessar sprungur voru fyrst í gær merktar inn á hættumatskort Veðurstofunnar, þótt þær hafi verið þekktar allt frá því í nóvember. En svæðið sem vegurinn liggur um vestan við …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það er greinilegt að Bláa lónið fær sérmeðferð þegar vegið er að hagsmunum þess - einhverra hluta vegna.
    1
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    "Sprung­ur vest­an Grinda­vík­ur hafa loks ver­ið birt­ar á upp­færðu hættumat­skorti Veð­ur­stof­unn­ar. Um þetta svæði ligg­ur nú hjá­leið gesta í Bláa lón­ið"
    Hvað er hér að gerast, á Veðurstofan að tryggja hættumat á vegum landsins vegna jarð-guðmvitahvað!
    Þetta ástand hefur ekkert með veður að gera!!!
    Auðvita á Bláa Lónið í samvinnu við Vegagerð eða aðra, að sjá um að hvort og hvernig leiðin sé greið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu