Í dag, föstudag, opnar Bláa lónið dyr sínar fyrir ferðamönnum á ný eftir að hafa verið rýmt er eldgos hófst í Sundhnjúkagígaröðinni 8. febrúar. Í því gosi, því sjötta sem orðið hefur á Reykjanesskaga á þremur árum, fór hraun yfir Grindavíkurveginn. Hann hafði áður verið sprunginn mjög og því lokaður og er það áfram enda með öllu ófær vegna hraunsins. Gestum er því bent á hjáleið um Nesveg sem liggur frá Höfnum á Reykjanesskaga og meðfram suðurströndinni að Grindavík og þaðan um veg sem ýmist er kallaður Norðurljósavegur eða Bláalónsvegur.
Nesvegur stórskaðaðist eftir hamfarirnar miklu þann 10. nóvember og var um tíma lokaður umferð allra nema viðbragðsaðila. Í honum mynduðust stórar sprungur sem fyllt var upp í með möl og sandi. Þessar sprungur voru fyrst í gær merktar inn á hættumatskort Veðurstofunnar, þótt þær hafi verið þekktar allt frá því í nóvember. En svæðið sem vegurinn liggur um vestan við …
Hvað er hér að gerast, á Veðurstofan að tryggja hættumat á vegum landsins vegna jarð-guðmvitahvað!
Þetta ástand hefur ekkert með veður að gera!!!
Auðvita á Bláa Lónið í samvinnu við Vegagerð eða aðra, að sjá um að hvort og hvernig leiðin sé greið.