Tólf þingmenn úr fimm flokkum hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um hámarkstíma á rannsóknum sakamála. Þær megi ekki standa lengur en eitt ár. Lögin eiga að gilda óháð tegund brota.
Fylgi rannsókn ekki ákæra að ári liðnu verður lögreglu gert að fella hana niður. Lögregla getur þó óskað eftir framlengingu hjá dómstólum til eins árs í senn, að hámarki fimm sinnum. Þarf hún þá að sýna fram á að nauðsynlegt sé að halda rannsókninni áfram.
Flutningsmenn frumvarpsins koma úr Sjálfstæðisflokki, Framsókn, Pírötum, Viðreisn og Flokki fólksins.
Íþyngjandi að sæta stöðu sakbornings
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að henni þyki skjóta skökku við að í réttarríki séu engin mörk á hve lengi lögregla getur rannsakað mál. Fólk þurfi þá að sæta íþyngjandi stöðu sakbornings, jafnvel svo árum skipti.
„Ég er alls ekki að segja …
Athugasemdir (1)