Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Umferðarhnúturinn á Sæbraut skynjurum að kenna

Gríð­ar­leg um­ferð hef­ur ver­ið á Sæ­braut­inni í Reykja­vík síð­ast­liðn­ar vik­ur. Sam­göngu­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir þetta vera vegna ótengdra skynj­ara á gatna­mót­um við braut­ina. Tek­ið hafi tíma að ráða bót á því vegna fálið­un­ar og veik­inda. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir ferð­ir stræt­is­vagna sem leið áttu eft­ir Sæ­braut­inni hafa ver­ið allt að rúm­um klukku­tíma á eft­ir áætl­un.

Umferðarhnúturinn á Sæbraut skynjurum að kenna
Viðgerðir í gær var unnið hörðum höndum við að koma skynjurum við umferðarljósin í lag. Mynd: Golli

Undanfarnar vikur hefur síðdegisumferðin á Sæbraut í Reykjavík verið einstaklega þung. Þegar ökumenn freistuðu þess að keyra í austur eftir götunni lentu þeir í því að sitja þar löngum stundum fastir. Hafði þetta í för með sér að talsverð umferð rataði inn í íbúðahverfin í Laugardalnum, íbúum til lítillar hrifningar. 

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, segir að umferðarteppu síðustu vikna megi rekja til þess að skynjarar á gatnamótum við Sæbraut virki ekki sem skyldi. Vinnu lauk við tengingu þeirra um hádegisbil á fimmtudag. Var vonast eftir því að vandamálið leystist í kjölfarið á því.

Sökudólgurinn ekki fjöldi bíla

Vegagerðin er í samvinnu við Reykjavíkurborg með umferðarljósakerfið. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að umferð hafi verið með sama móti upp á síðkastið og í fyrra. „Það bendir ekkert til þess að það sé eitthvað meiri umferð. Miðað við lauslegar tölur frá umferðarteljurunum í byrjun árs. Það er bara svipað og í fyrra.“ Skynjararnir eigi því sök á teppunum, ekki aukinn fjöldi bíla.

„Það sem skynjararnir gera er að þeir lengja græna tímann á þá strauma sem er viðvarandi eftirspurn eftir. Þegar skynjararnir eru óvirkir þá erum við ekki að fá þessa lengingu á tímann,“ segir Guðbjörg Lilja í samtali við Heimildina. Hún segir vandamálið hafa verið uppi síðustu þrjár til fjórar vikurnar. Þetta megi rekja til þess að í upphafi árs var umferðarljósabúnaði skipt út á svæðinu. Framkvæmdin var þó ekki fullkláruð sem hafði í för með sér miklar umferðartafir. 

„Það bendir ekkert til þess að það sé eitthvað meiri umferð. Miðað við lauslegar tölur frá umferðarteljurunum í byrjun árs. Það er bara svipað og í fyrra.“
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir,
samgöngustjóri Reykjavíkur

Guðbjörg Lilja segist ekki viss um það hve mikil áhrif bilunin hefur á tímalengd ferða á háannatíma. „Það eru 40 þúsund bílar á Sæbrautinni samtals í báðar áttir á sólarhring á þessum slóðum. Þannig að það hefur klárlega áhrif þegar prógrammið er ekki að virka eins og það á að gera.“ Hún segir þó umferðina á Sæbrautinni iðulega þunga á háannatíma – hvort sem skynjararnir virka eða ekki. 

Umferð í sama horf og áður – eða jafnvel betra

Guðbjörg Lilja gerir ráð fyrir því að sú gífurlega umferð sem verið hefur á Sæbrautinni undanfarið muni lagast þegar skynjararnir komast í lag. Umferðin komist í svipað, eða jafnvel aðeins betra, horf en var áður en þeir biluðu. „Við vorum að endurnýja umferðarljósabúnaðinn og fjölga skynjurunum. Þannig að við höfum meiri stjórn á því hvernig búnaðurinn hérna spilar saman með umferðinni,“ segir hún. 

Er eitthvað fleira sem hefur verið reynt til að leysa úr þessari teppu annað en að koma ljósunum í gagnið?

„Nei, ég get eiginlega ekki sagt það.“ Guðbjörg Lilja segir þó að borgin hafi reynt að skoða hvernig hægt sé að bregðast við því þegar mörg verkefni koma upp í umferðinni. „Hvernig við getum tekist á við þau hraðar og betur. Þannig að ef eitthvað viðlíka kemur upp aftur að það þurfi ekki að líða svona langur tími.“ 

Hver er ástæðan fyrir því að það líður svona langur tími? Vissuð þið ekki af vandamálinu eða skrifast þetta á forgangsröðun verkefna? 

„Það eru mörg verkefni sem eru í hæsta forgangi eins og þetta verkefni. Við höfum verið frekar fáliðuð og veikindi bæst ofan á.“ Guðbjörg Lilja segir verkefnin hafa verið óvenjulega mörg upp á síðkastið. „Það gerist þegar snjóar svona mikið eins og núna.“ Nefnir hún sem dæmi þegar bílar aka á umferðarljós og verkefni tengd snjóruðningi. 

Vel yfir klukkutíma tafir hjá Strætó

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir fyrirtækið hafa fundið mikið fyrir umferðarteppunni síðustu vikur. Er það þrátt fyrir að aðeins ein leið Strætó keyri eftir götunni.

FastirFjórir vagnar sátu fastir á Sæbraut kl. 18.09 þann 5. febrúar.

„Við sáum seinkanir vel yfir klukkutíma – sérstaklega síðdegis – á Sæbrautinni. Í einhverjum tilvikum voru bara nokkuð margir vagnar fastir þarna í röðum. Með nokkurra tuga metra millibili. Þetta er búið að vera mjög erfitt ástand. Þetta var liggur við dag eftir dag.“

Jóhannes Svavar segir Sæbrautina yfirleitt erfiða en síðustu vikur hafi verið einstaklega slæmar. Fullt af kvörtunum hafi borist Strætó vegna þessa. „Alveg fullt af þeim – og eðlilega,“ segir hann. Vagnarnir keyri þó í almennri umferð sem ekki sé hægt að ráða við. „Þetta hefur verið mjög erfitt [að keyra í austur].“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár