Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Umferðarhnúturinn á Sæbraut skynjurum að kenna

Gríð­ar­leg um­ferð hef­ur ver­ið á Sæ­braut­inni í Reykja­vík síð­ast­liðn­ar vik­ur. Sam­göngu­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir þetta vera vegna ótengdra skynj­ara á gatna­mót­um við braut­ina. Tek­ið hafi tíma að ráða bót á því vegna fálið­un­ar og veik­inda. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir ferð­ir stræt­is­vagna sem leið áttu eft­ir Sæ­braut­inni hafa ver­ið allt að rúm­um klukku­tíma á eft­ir áætl­un.

Umferðarhnúturinn á Sæbraut skynjurum að kenna
Viðgerðir í gær var unnið hörðum höndum við að koma skynjurum við umferðarljósin í lag. Mynd: Golli

Undanfarnar vikur hefur síðdegisumferðin á Sæbraut í Reykjavík verið einstaklega þung. Þegar ökumenn freistuðu þess að keyra í austur eftir götunni lentu þeir í því að sitja þar löngum stundum fastir. Hafði þetta í för með sér að talsverð umferð rataði inn í íbúðahverfin í Laugardalnum, íbúum til lítillar hrifningar. 

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, segir að umferðarteppu síðustu vikna megi rekja til þess að skynjarar á gatnamótum við Sæbraut virki ekki sem skyldi. Vinnu lauk við tengingu þeirra um hádegisbil á fimmtudag. Var vonast eftir því að vandamálið leystist í kjölfarið á því.

Sökudólgurinn ekki fjöldi bíla

Vegagerðin er í samvinnu við Reykjavíkurborg með umferðarljósakerfið. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að umferð hafi verið með sama móti upp á síðkastið og í fyrra. „Það bendir ekkert til þess að það sé eitthvað meiri umferð. Miðað við lauslegar tölur frá umferðarteljurunum í byrjun árs. Það er bara svipað og í fyrra.“ Skynjararnir eigi því sök á teppunum, ekki aukinn fjöldi bíla.

„Það sem skynjararnir gera er að þeir lengja græna tímann á þá strauma sem er viðvarandi eftirspurn eftir. Þegar skynjararnir eru óvirkir þá erum við ekki að fá þessa lengingu á tímann,“ segir Guðbjörg Lilja í samtali við Heimildina. Hún segir vandamálið hafa verið uppi síðustu þrjár til fjórar vikurnar. Þetta megi rekja til þess að í upphafi árs var umferðarljósabúnaði skipt út á svæðinu. Framkvæmdin var þó ekki fullkláruð sem hafði í för með sér miklar umferðartafir. 

„Það bendir ekkert til þess að það sé eitthvað meiri umferð. Miðað við lauslegar tölur frá umferðarteljurunum í byrjun árs. Það er bara svipað og í fyrra.“
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir,
samgöngustjóri Reykjavíkur

Guðbjörg Lilja segist ekki viss um það hve mikil áhrif bilunin hefur á tímalengd ferða á háannatíma. „Það eru 40 þúsund bílar á Sæbrautinni samtals í báðar áttir á sólarhring á þessum slóðum. Þannig að það hefur klárlega áhrif þegar prógrammið er ekki að virka eins og það á að gera.“ Hún segir þó umferðina á Sæbrautinni iðulega þunga á háannatíma – hvort sem skynjararnir virka eða ekki. 

Umferð í sama horf og áður – eða jafnvel betra

Guðbjörg Lilja gerir ráð fyrir því að sú gífurlega umferð sem verið hefur á Sæbrautinni undanfarið muni lagast þegar skynjararnir komast í lag. Umferðin komist í svipað, eða jafnvel aðeins betra, horf en var áður en þeir biluðu. „Við vorum að endurnýja umferðarljósabúnaðinn og fjölga skynjurunum. Þannig að við höfum meiri stjórn á því hvernig búnaðurinn hérna spilar saman með umferðinni,“ segir hún. 

Er eitthvað fleira sem hefur verið reynt til að leysa úr þessari teppu annað en að koma ljósunum í gagnið?

„Nei, ég get eiginlega ekki sagt það.“ Guðbjörg Lilja segir þó að borgin hafi reynt að skoða hvernig hægt sé að bregðast við því þegar mörg verkefni koma upp í umferðinni. „Hvernig við getum tekist á við þau hraðar og betur. Þannig að ef eitthvað viðlíka kemur upp aftur að það þurfi ekki að líða svona langur tími.“ 

Hver er ástæðan fyrir því að það líður svona langur tími? Vissuð þið ekki af vandamálinu eða skrifast þetta á forgangsröðun verkefna? 

„Það eru mörg verkefni sem eru í hæsta forgangi eins og þetta verkefni. Við höfum verið frekar fáliðuð og veikindi bæst ofan á.“ Guðbjörg Lilja segir verkefnin hafa verið óvenjulega mörg upp á síðkastið. „Það gerist þegar snjóar svona mikið eins og núna.“ Nefnir hún sem dæmi þegar bílar aka á umferðarljós og verkefni tengd snjóruðningi. 

Vel yfir klukkutíma tafir hjá Strætó

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir fyrirtækið hafa fundið mikið fyrir umferðarteppunni síðustu vikur. Er það þrátt fyrir að aðeins ein leið Strætó keyri eftir götunni.

FastirFjórir vagnar sátu fastir á Sæbraut kl. 18.09 þann 5. febrúar.

„Við sáum seinkanir vel yfir klukkutíma – sérstaklega síðdegis – á Sæbrautinni. Í einhverjum tilvikum voru bara nokkuð margir vagnar fastir þarna í röðum. Með nokkurra tuga metra millibili. Þetta er búið að vera mjög erfitt ástand. Þetta var liggur við dag eftir dag.“

Jóhannes Svavar segir Sæbrautina yfirleitt erfiða en síðustu vikur hafi verið einstaklega slæmar. Fullt af kvörtunum hafi borist Strætó vegna þessa. „Alveg fullt af þeim – og eðlilega,“ segir hann. Vagnarnir keyri þó í almennri umferð sem ekki sé hægt að ráða við. „Þetta hefur verið mjög erfitt [að keyra í austur].“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár