Sveitarfélagið Ölfus ákvað að birta ekki nafn fjárfestisins og útgerðarmannsins Einars Sigurðssonar í fundargerð bæjarráðs þar sem greint er frá því að hann sækist eftir því að kaupa lóð af bænum við höfnina í Þorlákshöfn.
Nafn Einars var tekið út úr fundargerð bæjarráðs í byrjun febrúar þar sem greint er frá því að ótilgreindur og nafnlaus aðili hafi sent inn umsókn og falast eftir umræddri lóð til að byggja þar skemmu undir fóður fyrir eldislax.
„F.h. óstofnaðs félags, Einar Sigurðsson.“
Ávarp til Elliða og nafn Einars tekið út
Heimildin hefur hins vegar fengið gögnin í málinu afhent frá bæjarskrifstofu Ölfuss og í þeim kemur fram að Einar Sigurðsson hafi sent tölvupóst beint á netfang Elliða Vignissonar hjá Ölfusi þann 30 janúar síðastliðinn og beðið um lóðina. „Sæll Elliði. Sendi hér meðfylgjandi umsókn um kaup …
Athugasemdir (3)