„Ég var eiginlega algjörlega búin að afskrifa það að ég myndi fara inn á þing. Þess vegna þegar þetta tækifæri kom þá getur maður ekki sagt nei.“ Inger Erla Thomsen er þriðji varaþingmaður Samfylkingarinnar, meistaranemi í Evrópufræðum og nýbökuð móðir. Í seinustu viku var hún kölluð inn á þing. Þrátt fyrir að vera með sjö vikna barn heima og maðurinn hennar farinn aftur til vinnu eftir fæðingarorlof náðu öll púslin að smella saman. Inger tók sæti á þingi og hún hélt jómfrúrræðuna sína á þinginu í seinustu viku.
Litli drengurinn hennar Inger var með í viðtalinu og lét vel í sér heyra, enda með sterkar skoðanir. Þurfti Inger að gefa honum að drekka og gat nýtt til þess brjóstagjafarherbergi sem er undir Kringlunni á Alþingi. Þar er allt til alls, sófar, skiptiborð, …
Athugasemdir