Pétur Ragnhildarson, annar prestur innflytjenda og flóttafólks hjá þjóðkirkjunni, líkaði við umdeilda Facebook-færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisáðherra sem birtist í síðasta mánuði. Færslan var birt í kjölfar mótmæla Palestínumanna sem kröfðust aðgerða ríkisstjórnarinnar í málefnum dvalarleyfishafa á grundvelli fjölskyldusameiningar sem fastir eru á Gaza.
Í færslunni gagnrýndi utanríkisráðherra tjaldbúðir mótmælenda á Austurvelli, kallaði þær „hörmung“ og taldi það ólíðandi að öðrum þjóðfána væri flaggað fyrir framan Alþingi svo vikum skipti. Í því samhengi sagði hann að herða þyrfti reglur um hælisleitendamál.
„Núverandi fyrirkomulag er algerlega komið úr böndunum, bæði varðandi kostnað og fjölda umsókna. Innviðir okkar eru komnir að þolmörkum,“ skrifaði Bjarni.
Á vegum þjóðkirkjunnar starfa prestar sem þjónusta sérstaklega innflytjendur og flóttafólk. Prestarnir vinna sem almennir ráðgjafar, ekki sem trúboðar, þannig að allir geta notið þjónustu hjá þeim óháð trúarlegum bakgrunni sínum.
Athugasemdir (3)