Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Rak ýtuna í hraunið: „Ég varð bara að prófa“

Þröst­ur Kjaran Elís­son véla­mað­ur starfar við gerð varn­ar­garða í Svartsengi. Hann er dug­leg­ur að deila mynd­bönd­um af að­gerð­um á Face­book-síðu sinni. Á einu þeirra má sjá Þröst pota í hraun­ið með jarð­ýtu sinni. Þetta gerði hann við störf sín á fimmtu­dags­kvöld­ið þeg­ar enn gaus í Svartsengi.

Þröstur Kjaran Elísson vélamaður hefur starfað við gerð varnargarða í Svartsengi síðan í nóvember. Á fimmtudagskvöldið var hann að starfa upp við glóandi hraunbreiðuna og prófaði að reka tönnina á jarðýtu sinni í hana. Myndbandi sem sýnir atvikið deildi hann á Facebook. Undir færsluna skrifar hann „Ég bara varð að prófa...“

Í samtali við Heimildina segist Þröstur ekki vera hræddur við hraunið. „Það þýðir ekkert. Þetta er farið að komast upp í vana.“ Nálægðin við eldgos venjist eins og hvað annað. „Þetta er hlýtt og notalegt,“ segir hann.

Blm: Og ýtan þolir þetta alveg?

„Jájá. Þetta er úr járni. Það eru aðrir strákar þarna og þeir eru grafandi ofan í þetta. Þetta er góður hópur og hlutirnir eru að ganga upp þarna.“

Þröstur segir ekkert streituvaldandi að vinna varnargarðana í kappi við tímann með eldgos yfirvofandi. „Þetta er ekki stressandi fyrir mig. Frekar hvetjandi. Þetta rekur á eftir manni.“ …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HG
    Hjalmar Gunnarsson skrifaði
    Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni ef hann er sonur þess sem ég held 👌👌
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.
Ríkið kaupir íbúðarhúsnæði Grindvíkinga á 61 milljarð króna
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Rík­ið kaup­ir íbúð­ar­hús­næði Grind­vík­inga á 61 millj­arð króna

Rík­is­stjórn­in hef­ur kom­ið sér sam­an um frum­varp sem kveð­ur á um að rík­is­sjóð­ur muni bjóð­ast til þess að kaupa íbúð­ar­hús­næði Grind­vík­inga og taka yf­ir íbúð­ar­lán sem á þeim hvíla. Til­kynnt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins að frum­varp­ið hafi ver­ið sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar fundi í dag og birt í sam­ráðs­gátt. Kostn­að­ur að­gerð­ar­inn­ar er met­inn á 61 millj­arð króna. Sér­stakt fé­lag verð­ur stofn­að til að ann­ast fram­kvæmd­ina.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár