Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Staðan er grafalvarleg og við þurfum að búa okkur undir það að hún geti versnað“

Bæj­ar­stjór­inn í Vog­um seg­ir að það sé erfitt að segja ná­kvæm­lega til um hversu lang­an tíma það muni taka að koma heitu vatni aft­ur á Reykja­nes­ið. Um 30 þús­und manns búa á svæð­inu.

„Staðan er grafalvarleg og við þurfum að búa okkur undir það að hún geti versnað“
Vonast eftir góðum fréttum Bæjarstjórinn í Vogum ætlar að leyfa sér að halda í bjartsýnina þótt íbúar þurfi að búa sig undir að staðan muni versna. Mynd: Vogar.is

Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum, segir í færslu á Facebook að ljóst sé að Reykjanesið verði án hitaveitu „í lengri tíma en bjartsýnasta sviðsmyndin“ gerði ráð fyrir. „Hversu lengi ástandið mun vara er enn óljóst en starfsfólk orkufyrirtækjanna og viðbragðsaðilar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að tengja hitaveitu á svæðinu með öðrum leiðum. Eins og fram hefur komið munu þær aðgerðir taka einhverja daga til viðbótar og erfitt að segja nákvæmlega til um hvernig það mun ganga og hversu langan tíma það getur tekið að koma aftur hita á svæðið.“

Seint í gærkvöldi varð ljóst að ekkert heitt vatn muni á næstunni streyma um lagn­ir frá Svartsengi til byggð­ar­laga á Reykja­nesi. Hjá­v­eitu­lögn meðfram Njarð­víkuræð­inni, sem reynt var að nota eft­ir við­gerð, fór þá í sund­ur und­ir hraun­inu. „Það er ljóst að næstu dag­ar og næt­ur geta því orð­ið kald­ar í hús­um á Suð­ur­nesj­um,“ sögðu al­manna­varn­ir í tilkynningu í nótt. 

Svartsengi er lífæð Suðurnesja þegar kemur að heitavatnsframleiðslu. Þaðan hafa 30 þúsund íbúar á Reykjanesi, að tæplega fjögur þúsund íbúum Grindavíkur meðtöldum, heita vatnið sitt. Auk Voga verður ekkert heitt til staðar í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Grindavík.

„Staðan er grafalvarleg“

Gunnar Axel segir að í svona aðstæðum reyni á þolrif samfélagsins og að næstu dagar verða áskorun fyrir íbúa. „Miðað við þá samstöðu og samhug sem hefur birst okkur síðustu daga, þar sem allir virðast reiðubúnir til að leggja fram hjálparhönd, aðstoða nágranna sína og kannski umfram allt sýna ótrúlega yfirvegun í þessum fordæmalausu aðstæðum, þá leyfi ég mér að halda í bjartsýnina. Það verður þó ekki framhjá þvi horft að staðan er grafalvarleg og við þurfum að búa okkur undir það að hún geti versnað. Það búa ekki allir við sömu aðstæður, sumir eiga baklönd og eru jafnvel vel færir um að bjarga sér í en það á ekki við um alla. Nýjustu veðurspár gera ráð fyrir því að aðeins muni draga úr frosti en samt má búast við áframhaldandi talsverðum kulda næstu daga.“

Bæjarstjórinn skrifar að lokum að verkefni þessa laugardags verði vafalaust fjölmörg og að aðgerðastjórn, sem hittist strax í morgunsárið til að fara yfir stöðuna, muni funda reglulega til að taka stöðuna og ákveða næstu skref. „Vonandi færir dagurinn okkur einhverjar góðar fréttir.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár