Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Áframhaldandi taprekstur hjá Play sem stefnir á aðalmarkað og hlutafjárútboð

Play stefn­ir á að­al­mark­að Nas­daq á fyrri hluta þessa árs. Sömu­leið­is ætl­ar fyr­ir­tæk­ið að halda ann­að hluta­fjár­boð með það fyr­ir sjón­um að afla fjóra til fimm millj­arða króna til þess að styrkja láu­a­fjár­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins. Heild­artap Play nam 4,9 millj­örð­um í lok árs 2023 og í árs­reikn­ingi fé­lags­ins er sett­ur fyr­ir­vari við rekstr­ar­hæfi fyr­ir­tæk­is­ins.

Áframhaldandi taprekstur hjá Play sem stefnir á aðalmarkað og hlutafjárútboð
Flugfélagið Play stefnir á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi á fyrri hluta ársins þrátt fyrir að óvissa ríki um rekstrarhæfi félagsins Mynd: PLAY

Ársreikningur Play fyrir rekstrarárið 2023 kom út í gær. Í afkomutilkynningu fyrirtækisins sem ber yfirskriftina „Ár mikils vaxtar og framfara,“ er sagt frá því að tekjur fyrirtækisins hafi tvöfaldast á milli ára og stefnt sé að örum vexti á nýju ári.

Heildartap Play var um 4,9 milljarðar króna árið 2023, en fyrirtækið gat bókfært skattalega inneign til þess að draga úr rúmlega 6,3 milljarða króna rekstrartapi.

Árið 2022 var heildartap Play 6,5 milljarðar króna miðað við gengi Bandaríkjadals í árslok 2022, en gjaldmiðilinn er uppgjörsmynt fyrirtækisins. Árið 2021 tapaði Play um 3,2 milljörðum króna. Samtals hefur fyrirtækið því tapað um fimmtán milljörðum króna frá því það tók til starfa í júní 2021. 

Hugsanlegt hlutafjárútboð í vændum

Í tilkynningu Play er greint frá því að fyrirtækið stefni á frekari hlutafjáraukningu á árinu til þess að styrkja fjárhagslega stöðu fyrirtækisins. Mun fyrirtækið sækjast eftir heimild fyrir útboðinu frá stjórn félagsins á aðalfundi félagsins í mars. Fyrirtækið áætlar að sækja sér um þrjá til fjóra milljarða króna í hlutafjárútboðinu. Þrjú ráðgjafafyrirtæki, Arctica Finance, Fossar fjárfestingabanki og Greenhill (Mizuho) munu hafa umsjón með söluferlinu.

Forsendurnar að baki hlutafjáraukningunni eru sagðar vera ítrekuð ytri áföll sem félagið hefur þurft að glíma við frá því það var stofnað. Þar ber helst að nefna neikvæð áhrif sem jarðhræringarnar á Reykjanesskaganum, og eldgosið sem hófst í gær, hafa haft á bókanir hjá fyrirtækinu.

Um talsverðan viðsnúning er að ræða hjá stjórn Play en í september í fyrra tilkynnti félagið að það myndi ekki sækjast eftir frekari hlutafé miðað við þáverandi markaðsaðstæður. Félagið jók síðast hlutafé sitt í nóvember 2022 og tókst þá að safna um 2,3 milljörðum króna með samningum við stærstu hluthafa fyrirtækisins.

Stefna á Aðalmarkað  

Í fréttatilkynningu Play kemur fram að fyrirtækið hefur hafið undirbúning við skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi. Hingað til hefur félagið verið skráð Nasdaq First North Growth markaðnum.

Þá segir að gert sé ráð fyrir því „yfirfærslan geti átt sér stað á fyrri helmingi ársins.“ Félagið hefur fengið fjármálafyrirtækinu Arctica Finance það verkefni að að hafa umsjón með skráningarferlinu.

Óvissa um rekstrarhæfi félagsins

Í ársreikningi Play er lýst áhyggjum yfir taprekstri fyrirtækisins og óvissa ríki um rekstrarhæfi fyrirtækisins. Þrátt fyrir að stefnt sé að því að styrkja lausafjárstöðu og tryggja áframhaldandi vöxt með hlutafjárútboði er enn talsverð óvissa uppi um rekstrarhæfi fyrirtækisins.

Gengi Play stendur nú í 5,6 krónum á hlut og hefur gengið aldrei verið lægra. Til samanburðar var útboðsgengi Play 20 krónur á hlut fyrir tilboð undir 20 milljón krónur og 18 krónur á hlut fyrir tilboð yfir 20 milljónum króna í hlutfjárútboði sem fór fram í aðdraganda þess þegar félagið skráði sig á First North markaðinn árið 2021.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár