„Okkur öllum sem sáu um matinn á kvöldin var sagt upp 1. desember og núna í síðustu viku var öllum í eldhúsi á daginn sagt upp og öllum í ræstingu. Í staðinn á að fá Sólir þarna,“ segir fyrrverandi starfsmaður hjúkrunarheimilisins Sóltúns sem missti vinnu sína í fjöldauppsögn þar um áramótin. Í stað þess að vera með eigið ræstingafólk í vinnu ætlar hjúkrunarheimildið að útvista þeirri þjónustu til ræstingafyrirtækisins Sóla. „Okkur var sagt að það þyrftu að spara af því reksturinn gengi svo illa.“ Um er að ræða 16 starfsmenn sem hafa misst vinnuna á Sóltúni í tveimur upsögnum með nokkura vikna millibili. 400 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í heildina.
Sóltún er einkarekið hjúkrunarheimili í Reykjavík sem er í meirihlutaeigu öflugs fjárfestingarfélags sem heitir Íslenskir fjárfestar. Hjúkrunarheimildið er rekið með daggjöldum og öðrum ríkisframlögum frá Sjúkratryggingum Íslands. Eigendur Íslenskra …
Ég ráðlegg þeim sem ekki var sagt upp að hugsa um aðra vinnu, sem væri hjá traustari aðilum. Sem eru betur jarðtengdir.
" Í starfslýsingu þeirra sem sjá um býtibúrin á Sóltúni er starfinu á kvöldvöktum meðal annars lýst svona.
Ganga frá eftir kaffitímann (því sem dagvaktin náði ekki að ganga frá).
• Laga nýtt kaffi.
• Kveikja á hitaborði.
• Leggja á borð.
• Hella í glösin.
• Sækja matinn niður í kjallara og setja í hitaborðið.
• Hjálpa til við að skammta mat.
• Fylgjast með og sjá til þess að íbúar hafi allt sem þeir þurfa.
• Bjóða kaffi.
• Vaska upp og ganga frá matarbökkum sem fara aftur niður í eldhús.
• Þurrka af borðum og þrífa í eldhúsinu.
• Skúra gólf í stofum og eldhúsi. (því verður hætt á kvöldin núna)
• Fara með rusl og matarafganga.
þetta er svo gjörsamlega útí hött. á hjúkrunarheimilum er afar veikt fólk og starfsfólk hefur menntað sig í því að sinna þeirra þörfum sem eru margbreytilegar
Það vantar "þrífa öskubakkana"!
frjalshyggjunar. Ég man ekki betur en þetta fyrirtæki (eða hlutabréfin ) hafi gengið
kaupum og sölum milli helstu braskara þess tíma, mig minnir að flestir hafi verið
tengdir Framsókn. Þið Heimildar starfsmenn ættuð að skoða söguna frá upphafi
Þar eru margir steinar sem þarf að velta.