Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Orkumálastjóri: „Ein af verstu sviðsmyndunum“ hefur raungerst

Orku­stofn­un hef­ur ít­rek­að bent stjórn­völd­um á nauð­syn þess að kaupa neyð­ar­bún­að fari heita­vatns­lögn­in frá Svartsengi út og þar með hiti af hús­um á stór­um hluta Suð­ur­nesja. Bún­að­ur­inn er að­eins að hluta til reiðu. „Þetta er grafal­var­legt mál,“ seg­ir orku­mála­stjóri

Orkumálastjóri: „Ein af verstu sviðsmyndunum“ hefur raungerst
Hraun ógnar innviðum Hraunið flæddi yfir Grindavíkurveg í morgun og að varnargörðunum. Á þeirri leið er heitavatnslögnin. Mynd: Heimildin / Golli

„Það er í raun og veru þannig að þetta er ein af þeim verstu sviðsmyndum sem var fyrirséð að gætu komið upp,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri um þá staðreynd að hraun hafi runnið yfir Grindavíkurveg og ógni hitavatnslögn sem sér stórum hluta byggðanna á Reykjanesi fyrir heitu vatni. Staðan sé alvarleg þar sem hraunið ógni bæði innviðum fyrir heitt og kalt vatn. Kalda vatnið er nauðsynlegt fyrir hitaveituna sömuleiðis og fari það út getur það haft áhrif á afkastagetu virkjunarinnar í Svartsengi að framleiða heitt vatn.

„Þetta er grafalvarlegt mál,“ segir Halla Hrund um stöðuna. En þessi sviðsmynd, ein af þeim verstu, hafi þó verið teiknuð upp í samvinnu við HS orku og fleiri fyrirtæki. Upplýsingarnar voru komnar til stjórnvalda í minnisblaði þegar 11. nóvember á síðasta ári og var það lagt fyrir ríkisstjórn daginn eftir. Í því minnisblaði var talað um búnaðarkaup fyrir fyrstu viðbrögð ef þetta ástand myndi skapast. Að hitarar væru til reiðu fyrir heimili og að gert yrði ráð fyrir kaupum og leigu á búnaði fyrir neyðarhitaveitu. Að auki hafi verið lagðar til ákveðnar langtímalausnir. Í kjölfar þessa hafi verið farið í vinnu á vegum almannavarna sem hafi það hlutverk að sjá um framkvæmd svona verkefna en fjármögnunin er í höndum stjórnvalda. 

„Ég veit að ráðuneytið var búið að fara í að skoða útboð á neyðarhiturum,“ svarar Halla Hrund spurð um hvar þessar neyðaraðgerðir séu staddar. Þá hafi Orkustofnun hafið vinnu að langtímalausnum í gegnum Orkusjóð, m.a. Að útfæra boranir á lághitaholum til öflunar á heitu vatni. En það hefur ekki verið unnið nægilega hratt í að útfæra suma af þessum þáttum.

Orkustofnun hefur haldið áfram að vekja athygli á nauðsyn þessara neyðarbúnaðar og sendi síðast frá sér minnisblað um málið nýverið.

OrkumálastjóriHalla Hrund Logadóttir.

Orkumálastjóri segir gríðarlega mikilvægt að fólk á Suðurnesjum fylgist með upplýsingum og fyrirmælum frá almannavörnum. Það geta ekki allir fært sig yfir á rafhitun. Raforkukerfin okkar eru ekki hönnuð fyrir það að allir séu að rafhita. Þau eru hönnuð þannig að hús séu hituð með hitaveitu og svo sé raforkuhlutinn fyrir ljós og aðra slíka notkun. Þannig að það má segja að æðar dreifikerfisins séu ekki nógu sverar til að allir fari að nota rafhitara. Þá er hættan sú að það slái út.

Ef fari sem á horfir og hitaveitulögnin sem fæðir byggðarlögin með heitu vatni frá Svartsengi dettur út, skiptir öllu máli að fólk fylgi í einu og öllu fyrirmælum almannavarna. Kerfin þoli aðeins ákveðið álag. Þess vegna hafi í minnisblöðum Orkustofnunar og fyrirtækjanna komið fram að hvernig neyðarhitara þurfi að afla til að kerfið þoli álagið. En ég tek fram að slíkar neyðarráðstafanir, hitun með hiturum, þær duga aðeins til að halda einhverjum grunnhita í húsum. Þetta er rétt til að halda hita yfir frostmarki. Það eru engar stórar lausnir fyrir hendi til að halda fullum hita á húsum.

Halla Hrund segir að ákveðinn búnaður til neyðarhitaveitu sé til í landinu en annan þyrfti að leigja. 

Í tönkum séu geymdar varabirgðir af heitu vatni sem dugi í um það bil sólarhring eða svo. Síðan þurfi að nýta rafhitun og gæta þá þess að rafmagni slái ekki út. „Síðan þurfa stjórnvöld að horfa til þess hvort eigi að koma fyrir neyðarhitaveitu.” Henni sé ekki hægt að koma upp á skömmum tíma. Þar bentum við á minnisblöðum okkar, mikilvægi þess að kaupa og smíða búnað, því að það tekur allt að þremur mánuðum að koma slíku í gagnið.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
4
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina eft­ir Magn­us von Horn er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine, verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár