Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Hryðjuverkamálið: „Ég er búinn að missa allan áhuga á skotvopnum“

Sindri Snær Birg­is­son er ákærð­ur fyr­ir að leggja á ráð­in um hryðju­verk og Ísi­dór Nathans­son fyr­ir hluteild í mál­inu. Þeir mættu báð­ir fyr­ir dóm í dag, báru af sér all­ar sak­ir og lýstu gríð­ar­legri van­líð­an: „Það er bú­ið að eyði­leggja líf mitt.“

Hryðjuverkamálið: „Ég er búinn að missa allan áhuga á skotvopnum“

Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í því eru Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson ákærðir, sá fyrrnefndi fyrir tilraun til fremja hryðjuverk og sá síðarnefndi fyrir hlutdeild í þeirri tilraun. Þeir báru báðir vitni í dag.

Sindri hefur játað sök að hluta og viðurkennir að hafa framleitt 40 þrívíddarprentaða parta í byssur. Hann segist hafa selt fimm byssur sem búnar voru til úr þeim pörtum en að þær hafi ekki virkað vel. „Ein sem var vel smíðuð, allar hinar voru drasl.“  Hann sagði byssurnar hafa sprungið í höndunum á sér. Sjálfur telur Sindri byssurnar ekki hafa verið hættulegar og neitar að hafa framleitt skotfæri í þær eða afhent þau.

Byssurnar sem Sindri hafði milligöngu um að selja segir hann að hafi allar farið til manna út í bæ. ,,Ég framleiddi þetta þannig að þetta myndi viljandi klikka.“ Hann sagði verðið fyrir hverja byssu hafa verið um hálfa milljón króna og að hann hafi fengið greitt í fíkniefnum.

„Ég er búinn að missa allan áhuga á skotvopnum,“ sagði Sindri fyrir dómi í dag.

Honum er líka gert að hafa keypt hljóðdeyfi, sem Sindri sagði að hafi verið olíusía sem hann keypti á Aliexpress, eða sambærilegri vefverslun.  Alls hefði hann keypt fjóra eða fimm slíka en að þeir hafi alls ekki virkað sem hljóðdeyfir á skotvopn. „Það hefði örugglega haft sama „effect“ að hafa kodda fyrir framan.“

Átti ekki sjálfur byssurnar

Byssurnar sem lögregla fann í fórum Sindra voru að hans sögn byssur föður hans. Sindri hafið sjálfur ekki skotvopnaleyfi. Þeir feðgar deild, að sögn Sindra, áhuga á byssum og byssuskápur í eigu föður hans, sem er með skotvopnaleyfi, var inni í svefnherbergi Sindra. Hann sagðist þó ekki hafa haft lykla að skápnum. Ástæða þess að byssuskápurinn hefði verið í herbergi Sindra væri sú að þeir feðgar hefðu búið saman og að fataskápur Sindra væri stærri. Þess vegna hefði þótt tilhlýðilegt að geyma vopnahirsluna inni í honum fremur en í herbergi föðurins. 

„Það hefur á engum tímapunkti hvarflað af mér að það yrðu einhver voðaverk framin“
Ísidór Nathansson

Málarekstur ákæruvaldsins byggir meðal annars á samskiptum sem Sindri og Ísidór áttu á samskiptaforritinu Signal þar sem rætt var um að drepa ýmist þekkt og háttsett fólk í íslensku samfélagi og ásetning Sindra um að fremja ýmis konar hryðjuverk. 

Við aðalmeðferðina í dag sögðust þeir báðir sjá eftir þeim óviðeigandi skilaboðum sem fóru þeirra á milli. Hvorugur hafi meint það sem þeir skrifuðu og þeir hafi sannarlega ekki ætlað sér að drepa neinn. Þótt skoðanir þeirra væru ólíkar skoðunum þess fólks sem um var rætt þá stafi því fólki engin ógn af þeim. Um fíflaskap hafi verið að ræða, í einhverjum tilvikum eftir að umrætt fólk hafði verið í fréttum, hótanirnar því innantómar.

Ákærðu eru vinir og sendu myndir og hlekki af myndböndum sín á milli, sér til skemmtunar. Talsmátann þeirra á milli þyrfti að skoða í því ljósi. Hann viðurkenndi að það væri furðulegur húmor að senda á milli sín myndbönd af hryðjuverkaárásum og sagðist hafa skoðað slíkt efni af forvitni og fróðleiksfýsn. „Það er erfitt að skynja kaldhæðni í rituðu máli,“ sagði Sindri fyrir dómi í dag. 

Sögðust vera fróðleiksfúsir

Í samskiptum sín á milli var þeim Sindra og Ísidóri tíðrætt um ýmsa þekkta hryðjuverkamenn og fjöldamorðingja, til að mynda Anders Behring Breivik sem myrti 77 manns í hryðjuverkaárásum í Osló og Útey árið 2011. Fjöldamorðin framdi Breivik dulbúinn sem lögreglumaður til að fólk teldi sér ekki standa ógn af honum. Sindri og Ísidór ræddu sín á milli um skotheldan fatnað og sagði Ísidór í skýrslutöku fyrir dómi að honum þætti slíkur fatnaður flottur og að hann hefði áhuga á honum. Hann gekkst við því að vera einangrunarsinni og rasisti.

Í vörslum Sindra fannst stefnuyfirlýsing Breivik, svokallað manifesto. Hann sagði að hann hefði ekki lesið það ítarlega og neitaði fyrir að hann hafi nokkurn tímann sagt í alvöru að Breivik væri foringi hans. Það hefði verið sagt í gríni.

Talstöðvar ætlaðar í ferðaþjónustu

Samkvæmt ákæru sendi Sindri skilaboðin: „Þau munu fá það á trýnið,“ eftir að umsókn hans um skotvopnaleyfi var hafnað. Átti hann þar við lögregluna, en hann aflaði sér upplýsinga um hvar árshátíð lögreglunnar var haldinn. Fyrir dómi sagði Sindri að það hafi tekið hann eina mínútu að komast að því hvar árshátíðin var haldinn með því að leita á Google. Setningin sem vísað var til í skilaboðunum væri tilvísun í lag, en tók ekki fram hvaða lag væri um að ræða. 

Mánudaginn 1. ágúst 2022 ræddu þeir Ísidór um lögreglubúnað og lögreglufatnað, og sendu á milli sín vefslóðir þar sem hægt væri að kaupa slíkar vörur, samkvæmt ákæru: „Þetta með tetra talstöð væri svo spot on [...] 99% myndi trúa því að þú værir lögga ef þú segðir það upphátt í þessum galla [...] þau þurfa bara að trúa því í max 10 sek [...] það er enginn að fara að getað stoppað mig.“ Ísidór svarar: „jájá we get it Breivik.“

Seinna í ágústmánuði sendi Sindri skilaboð til Ísidórs og bað hann að óska eftir lögreglufatnaði á samskiptaforritinu Telegram: „Þá helst buxur, treyju, bolur og jakki.“ 

„Ég er búinn að missa allan áhuga á skotvopnum“
Sindri Snær Birgisson

Í ákærunni kemur fram að hann hafi tekið ljósmynd af einkennisklæddum lögreglumanni og nærmynd af skóbúnaði hans og endurskini á neðanverðum buxnaskálmunum, og sendi Ísidóri slíka mynd. Þá leitaði hann á netinu að efni tengdu endurskinsefni fyrir lögreglumenn, samskonar því sem er á íslenska lögreglubúningnum. Einnig hafi hann leitað að upplýsingum um skotheld vesti, aðgerðabúnað lögreglu og Tetra handtalstöðvar, og að Sindri og Ísidór hafi farið saman í verslun að skoða slíkar stöðvar. 

Fyrir dómi sagði Ísidór að meginþema í samskiptum þeirra Sindra hafi verið að finna leið til tekjuöflunar. Það ætti til dæmis við um sölu á skotvopnum. Þeir hefðu einnig rætt um fyrirtækjarekstur og það hafi verið þess vegna sem þeim vantaði Tetra talstöðvar, en ekki til að þeir gætu dulbúist sem lögregluþjónar. Þeir hafi ætlað að reka einhverskonar ferðaþjónustufyrirtæki og þar séu notaðar talstöðvar, og sjúkrabúnaður, sem þeir eiga einnig hafa skoðað. 

Í ákærunni segir einnig að Sindri hafi vistað skjáskot úr stefnuyfirlý

singunni sem Breivik sendi frá sér fyrir fjöldamorðin, svokölluðu manifesto, þar sem fjallað er um einkennisfatnað fyrir Breivik og þá sem aðhyllast hugmyndafræði hans. 

Aðspurður um myndbönd af hryðjuverkaárásum, skotárásum og ofbeldisfullum myndböndum sem fundust í tölvu hans hafði sagðist Sindri hafa þurft að vista myndbönd sem bárust frá Ísidór til að geta skoðað þau. Það sé ástæðan fyrir því að hann sé með fjölda myndbanda í tölvunni og hann taki ekki til í henni nema til að búa til pláss fyrir nýtt efni. Engin sérstök ástæða hafi verið fyrir því að hann hafi geymt myndböndin í tölvunni eða símanum sínum. 

Ísidór játaði að hafa sent myndböndin. Það hafi verið gert í gríni. 

Of erfitt verkefni

Fram kom að sunnudaginn 28. ágúst sendi Sindri skilaboð þar sem hann lagði á ráðin til að nota dróna til sprengjuárása: „Ég var að fá svaaaaaka hugmynd,“ sagði hann við Ísidór sem svaraði: „bring it“. 

Þá sagði Sindri: „Nú hættum við að prenta byssur og byrjum að prenda dronea - kaupum kínasull í þá og sprengiefni.“ Hann bætti síðan við: „úfff - það yrði sko fréttaefni.“ Ísidór svaraði því til að þeir gætu sent dróna á Alþingi, lögreglustöðina og heim til Gunnars Smára Egilssonar. Dómsmálaráðuneytið, bætti Sindri við. 

Samtalið hélt áfram og þeir vísuðu til fyrri hryðjuverkaárása, sem framdar voru í Osló og í Nýja Sjálandi. 

Í þessu samhengi var Sindri var spurður út í framleiðslu á eiturefninu ricin, en hann sendi upplýsingar um það á Ísidór, sagðist Sindri vera fróðleiksfús. Hann hafi verið forvitin um slíka framleiðslu en ekki haft í hyggju að gera neitt í því. 

Þá sagði Sindri að það væri líklega flókið verkefni að smíða dróna og hann treysti sér ekki til þess. Hann hafi aldrei haft neina raunverulega löngun til að smíða einn slíkan heldur hafi hann flett upp upplýsingum um hvernig ætti að gera það fyrir forvitnissakir. Hann kvaðst hafa opnað hlekk á síðu með leiðbeiningum, rennt í gegnum upplýsingarnar en lokað þessu síðan aftur. Hann hefði engan áhuga á sprengjum. 

Sindra var einnig gefið að sök að hafa undirbúið hryðjuverk á Hinsegin dögum í Reykjavík. Í því skyni hafi hann farið á vettvang, mælt lengd milli lokana og kannað hvort hægt væri að aka bíl þar á milli. Hann þvertók hins vegar fyrir það. 

Á þessum degi hafi hann farið í sund með kærustunni og fengið sér að borða áður en þau fóru í pizzu og bjór í Hveragerði. Hann hafi komið hvergi nærri Gleðigöngunni. 

Lýstu erfiðum tíma 

Sindri sagðist hafa átt ömurlegt ár. „Búið að vera frekar ömurlegt ár hjá mér“ Hann hafi að mestu verið sár og dapur, upplifað þunglyndi. Eftir að málið hófst hafi hann ekki einu sinni gert tilraun til að sækja um starf, hann hafi ekki getað unnið en byrjað aftur í námi. Hann er þó enn í sambandi með unnustu sinni, sem býr í Svíþjóð. Hann tók fram að hann hafi ekki lent í neinu veseni við að ferðast þangað. 

Á þeim tíma sem liðinn er frá því að málið hófst hafi hann upplifað þunglyndi. „Það er búið að eyðileggja líf mitt á allan máta,“ sagði Ísidór. Hann fái hvergi vinnu og faðir hans hafi misst vinnuna í Bandaríkjunum. Hann hafi verið yfirheyrður af Homeland Security í þrígang og fái ekki lengur atvinnuleyfi í Bandaríkjunum vegna málsins. Í dag sækir Ísidór AA-fundi og er í virkri endurhæfingu. Hann er að reyna að mennta sig, en hann er nýorðinn faðir með unnustu sinni sem hann hefur verið trúlofaður í sex ár. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár