Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Konurnar þrjár reyna nú að bjarga þriggja ára langveikri stúlku frá Gaza

Ís­lensku kon­urn­ar þrjár sem hjálp­uðu konu og þrem­ur son­um henn­ar frá Gaza í gær vinna nú að því að bjarga palestínskri konu og þriggja ára dótt­ur henn­ar yf­ir landa­mær­in til Egypta­lands. Eig­in­mað­ur kon­unn­ar, fað­ir litlu telp­unn­ar er á Ís­landi. „Þær eru í stöð­ugri hættu eins og allt fólk­ið á Gaza og litla stúlk­an er lang­veik,“ seg­ir Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir, rit­höf­und­ur ein kvenn­anna þriggja sem vinn­ur að því að bjarga fólki frá Gaza.

Konurnar þrjár reyna nú að bjarga þriggja ára langveikri stúlku frá Gaza
Kristín Eiríksdóttir, María Lilja Þrastardóttir og Bergþóra Snæbjörnsdóttir eru nú að reyna að bjarga palestínskri konu og þriggja ára langveikri dóttur hennar frá Gaza. Kristín segir að þær ætli að halda áfram að bjarga fólki frá Gaza þar til ráðuneytið tekur við björgunarstarfinu. „Þá getum við farið heim,“ segir Kristín. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við erum að vinna að því í þessum töluðu orðum að hjálpa mæðgunum að komast að landamærunum í Rafah. Þær eru í stöðugri hættu eins og allt fólkið á Gaza og litla stúlkan er langveik. Við erum með hjartað í buxunum því að hver mínúta gæti skipt sköpum hvað varðar líf mæðgnanna eins og annarra íbúa Gaza um þessar mundir.

Þetta segir Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur sem er í Kaíró í Egyptalandi ásamt Bergþóru Snæbjörnsdóttur, rithöfundi og Maríu Lilju Þrastardóttur, fjölmiðlakonu. Þar hafa þær verið í tæpa viku að undirbúa björgun fólks sem er fast á Gaza þrátt fyrir að hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar.  

Kristín, María Lilja og Bergþóra björguðu fyrstu fjölskyldunni í gær en RÚV sagði frá því í gærkvöldi að um væri að ræða móður og þrjá syni hennar. Eiginmaður konunnar og faðir drengjanna býr á Íslandi.  

Konan og drengirnir þrír bjuggu við skelfilegar …

Kjósa
68
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Föst á Gaza

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár