Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Fjársterkir einstaklingar og félög keyptu upp stóran hluta nýrra íbúða

Sam­kvæmt töl­um frá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un fjölg­aði íbúð­um í eigu lög­að­ila og ein­stak­linga sem eiga fleiri en eina íbúð um 2.300 á síð­asta ári. Á sama tíma hef­ur fjölg­un íbúða í eigu ein­stak­linga sem að­eins eiga eina íbúð dreg­ist mik­ið sam­an und­an­far­in þrjú ár. Líta þarf aft­ur til árs­ins 2010 til þess að sjá sam­bæri­lega þró­un.

Fjársterkir einstaklingar og félög keyptu upp stóran hluta nýrra íbúða
Íbúðir sem fjárfesting Þær íbúðir sem byggðar eru á landinu duga ekki til að mæta eftirspurn. Tvær af hverjum þremur slíkum voru í fyrra keyptar af einstaklingum eða félögum sem áttu fleiri en eina íbúð. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Einstaklingum sem eiga einungis eina íbúð, oftast nær þá sem þeir búa í, fjölgaði um einungis 1.047 á árinu 2023. Að er mun minni fjölgun innan þess hóps sem á heimilið sitt og ekkert annað húsnæði en árin á undan. Samkvæmt tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun taldi sá fjöldi um 2.800 árið 2020, 2.400 árið 2021 og 1.300 árið 2022. 

Samhliða þessari þróun hefur það aukist að bæði einstaklingar og lögaðilar eigi fleiri en eina íbúð. Þeim fjölgaði um 2.300 á árinu 2023, sem er mesta fjölgun innan árs frá árinu 2010. Í flestum tilvikum er þar um að ræða íbúðir sem eru ekki ætlaðar til búsetu eiganda heldur til útleigu. Fjárfesting til að hagnast af. 

Heimildin óskaði eftir frekara niðurbroti á þessum tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Í svari hennar kom fram að alls eigi 1.072 einstaklingar á Íslandi fimm íbúðir eða fleiri. Þeim fjölgaði um 74 á síðasta ári. Fjöldi þeirra einstaklinga sem eiga þrjár eða fjórar íbúðir var 8.706 um síðustu áramót og það fjölgaði um 287 í þeim hópi í fyrra, og fjöldi þeirra sem á tvær íbúðir jókst um 498 á árinu 2023 og taldi 22.506 um nýliðin áramót.

Ljóst má vera að á tímum hárra vaxta og verðbólgu hafi sífellt fleiri fjárfestar, í gegnum félög, talið tækifæri liggja í því að ávaxta fé sitt með því að binda það í steypu. Sprenging varð í kaupum lögaðila á íbúðum á árinu 2023 og fjöldi þeirra íbúða sem eru í eigu félaga sem áttu 20 eða fleiri íbúðir jókst um fimm prósent milli ára. Alls áttu slíkir lögaðilar, sem sennilega eru að uppistöðu leigufélög, 794 fleiri íbúðir í lok síðasta árs en ári áður, og alls 16.854 íbúðir.

Það varð líka umtalsverð aukning í hópi félaga sem áttu 10 til 19 íbúðir þar sem íbúafjöldinn jókst um 13 prósent í fyrra og taldi alls 1.601 íbúð um síðustu áramót. 

Nýleg greining sýndi að hagnaðardrifin leigufélög rukki um 60 prósent hærri leigu en óhagnaðardrifin félög. Ekki er ljóst hvernig uppkaup á nýju húsnæði skiptist á milli þeirra í fyrra.

Nýjum íbúðum fækkar og svara ekki eftirspurn

Þessi þróun var að eiga sér stað á sama tíma og nýjum íbúðum í fyrra fjölgaði um 3.079 alls. Miðað við mannfjöldaþróun hefði þurft að byggja fjögur þúsund slíkar til að uppfylla eftirspurnina eftir íbúðum og því ljóst að uppbyggingin hélt ekki í við vaxandi íbúðaþörf. Stilla má málum þannig upp að tvær af hverjum þremur íbúðum sem komu nýjar inn á markaðinn hafi farið til einstaklinga eða lögaðila sem áttu að minnsta kosti eina íbúð fyrir. Aðrir landsmenn í húsnæðisleit skiptu svo þeim þriðjungi sem eftir stóð á milli sín. 

Samkvæmt tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun munu íbúðir sem verða fullbyggðar á þessu ári heldur ekki svala íbúðaþörfinni sem reiknað er með 2024. Búist er við að íbúðauppbygging muni dragast saman um 15 prósent í ár, sem þýðir að samdráttur í fjölda fullbyggðra íbúða á ársgrundvelli muni verða 75 prósent frá því sem hann var árið 2022. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar segir enn fremur: „Yfirvofandi samdráttur á byggingarmarkaði bendir til þess að framboð nýrra íbúða á húsnæðismarkaði muni dragast enn frekar saman á næstu árum og ekki vera nálægt því að uppfylla íbúðaþörf samkvæmt þarfagreiningu HMS.“

Mikil breyting frá því fyrir hrun

Í eftirfarandi línuriti sem byggir á gögnum úr fasteignaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, má sjá þróun á eignarhaldi íbúða á húsnæðismarkaði síðastliðna tvo áratugi. Í umfjöllun um tölurnar á vef stofnunarinnar segir að þróunin á eignarhaldi íbúða hjá einstaklingum sem áttu eina íbúð árin gefi vísbendingu um það hversu margir fyrstu kaupendur komast á húsnæðismarkaðinn hverju sinni.

Milli áranna 2016 til 2021 fjölgaði þeim mikið en þá var uppi einstakt lágvaxtarskeið. Síðastliðinn tvö ár hefur þeim hins vegar fækkað töluvert. Mun það vera vegna hárrar verðbólgu og snarpra vaxtahækkana.  

Í umræddum tölum um eignarhald íbúða má sjá að 36,1 prósent íbúða var í eigu einstaklinga eða lögaðila sem áttu fleiri en eina íbúð í síðasta mánuði. Alls eru það 56.012 íbúðir af þeim 155.232 íbúðum sem eru til í landinu. Það hlut­fall hefur hald­ist nokkuð stöðugt á síð­ustu árum en hefur hækkað skarpt frá því sem var fyrir 17 árum, þegar 28,5 pró­sent íbúða voru í eigu aðila sem áttu fleiri en eina íbúð.

Mun erfiðari markaður fyrir millitekjufólk

Allt er þetta að gerast á sama tíma og framboð á íbúðum sem standa fólki með meðaltekjur til boða hefur fækkað mikið. Þrátt fyrir aukið framboð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári fækkaði íbúðum með greiðslubyrði undir 250.000 krónum, miðað við að kaup séu fjármögnuð með óverðtryggðu láni, um helming.

Í nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um þessa stöðu kom fram að af 3.700 íbúðum sem auglýstar voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu undir lok árs í fyrra var einungis hægt að finna 50 íbúðir til sölu fyrir þá sem höfðu greiðslugetu uppá 250.000 krónur á mánuði. Ef miðað er við að tekið sé 80 prósent lán þurfa slíkar íbúðir að kosta innan við 32,1 milljón króna. 

Taki kaupendur verðtryggt lán mátti finna um 470 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá sem höfðu greiðslugetu uppá 250.000 krónur á mánuði. Í skýrslunni kom fram að þessi talning hafi einnig tekið mið af nýjum reglum Seðlabankans frá 2022, sem hertu á lánaskilyrðum verðtryggðra lána. Ef litið hefi verið framhjá þessum lánþegaskilyrðum hefðu 1.419 íbúðir staðið til boða. 

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Engin lög (bara olög) engar raunhæfar reglur ekkert eftirlit engin gagnasöfnun né stefna byggð a staðreyndum fullt af slagorðum og vinsældarveiðum og fræðilegt framkvæmdabull og engin framkvæmd nema i þágu fjárfesta og Matador peninga þingmanna. OkHumm.... Vantar nokkra liði I upptalningu en allir slæmir eða verri. Er þetta það sem þrælarnir vilja ?

    Reglulegar fréttir um ruglið ? Eða alvöru breytingar ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Neytendamál

Greiðslubyrðin tvöfaldaðist um mánaðarmót: „Það má ekkert koma upp á“
FréttirNeytendamál

Greiðslu­byrð­in tvö­fald­að­ist um mán­að­ar­mót: „Það má ekk­ert koma upp á“

Greiðslu­byrði af hús­næð­is­láni Gígju Skúla­dótt­ur tvö­fald­að­ist síð­ustu mán­að­ar­mót. Þeg­ar bú­ið er að greiða önn­ur mán­að­ar­leg gjöld stend­ur hún eft­ir með lít­ið á milli hand­anna til þess að verja í grunn nauð­synj­ar á borð mat. Hún seg­ir að lít­ið megi út af bregða án þess að hún lendi í fjár­hags­vand­ræð­um. Hún spyr hvernig venju­legu fólki tak­ist að lifa lífi sínu í nú­ver­andi efna­hags­ástandi.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Lagt til að ósáttir flugfarþegar greiði Samgöngustofu 5.000 króna málskotsgjald
FréttirNeytendamál

Lagt til að ósátt­ir flug­far­þeg­ar greiði Sam­göngu­stofu 5.000 króna mál­skots­gjald

Drög að nýrri reglu­gerð um rétt­indi flug­far­þega fóru ný­ver­ið í sam­ráðs­gátt. Sam­kvæmt drög­un­um er lagt til að kvart­end­ur greiði Sam­göngu­stöfu 5.000 króna gjald fyr­ir máls­með­ferð í ágrein­ings­mál­um sem skot­ið er til stofn­un­ar­inn­ar. Þá kveð­ur ný reglu­gerð á um að Sam­göngu­stofa muni fram­veg­is ekki taka við er­ind­um vegna skemmds eða glat­aðs far­ang­urs.
Sigurður Ingi sker upp herör gegn lóðabraski
FréttirNeytendamál

Sig­urð­ur Ingi sker upp her­ör gegn lóða­braski

Sig­urð­ur Ingi Jó­hann­es­son inn­viða­ráð­herra til­kynnti nú fyr­ir skömmu á Face­book-síðu sinni að hann hafi mælt fyr­ir frum­varpi sem fel­ur í sér hvata fyr­ir lóð­ar­hafa til að hefja upp­bygg­ingu á íbúð­ar­hús­næði án tafa eins og deili­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir. Til­gang­ur frum­varps­ins er með­al ann­ars sá að draga úr lóða­braski sem Sig­urð­ur Ingi lýsti sem „ófor­svar­an­legu at­hæfi“

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
4
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
5
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár