Norskt sölufyrirtæki í eigu stærsta hluthafa Fiskeldis Austfjarða hefur orðið uppvíst að því að hafa selt skemmdan sjókvíaeldislax til manneldis. Um er að ræða fisk sem hefði átt að farga eða nota í dýrafóður. Norska matvælastofnunin rannsakar nú málið en það er á frumstigi miðað við orð stofnunarinnar í norskum fjölmiðlum.
Stærsti hluthafi Fiskeldis Austfjarða heitir Måsøval en dótturfélagið sem seldi skemmda laxinn heitir Pure Norwegian Seafood. Måsøval á 65 prósent í sölufyrirtækinu og 40 prósenta hlut í Fiskeldi Austfjarða eða Ice Fish Farm. Fyrirtækið stundar laxeldi á Austfjörðum og hefur verið að vinna að því meðal annars að hefja sjókvíaeldi í Seyðisfirði.
Í tilkynningu frá Måsøval til norsku kauphallarinnar í gær segir fyrirtækið um málið: „Rannsóknin sýnir í stuttu máli að PNS [Pure Norwegian Seafood] hefur í mörg ár látið viðskiptavini sína kaupa frosinn lax sem ekki er …
Athugasemdir (1)